Kanadískar Hornet vélar í loftrýmisgæslu.

Loksins komst ég í þokkalegt færi við kanadísku Hornet vélarnar sem verið hafa hér í loftrýmisgæslu nær
allan apríl mánuð í alveg kolómögulegu veðri. Spáin fyrir miðvikudaginn 27 rættist nokkuð vel, skúrir og sól.
Auk þeirra lenti svo bandarísk AC-130U Herkúles árásarvél um hádegisbilið, en hún þurfti á viðhaldi að halda.
Fór eftir stuttan stanz.