Ljósmyndaflug með TF-GIN í nágrenni Selfoss 19. maí 2014.

Langþráðu marki var náð þegar við Sigurjón Valsson og Hafsteinn Jónasson gerðum leiðangur til Selfossflugvallar til að ljósmynda eina af eldri flugvélum
íslenska flugflotans, TF-GIN, en hún var upphaflega skráð sem TF-CUB og er a gerðinnin Piper PA-12 Super Cruiser, en þrjár slíkar eru til og flughæfar
á Íslandi í dag. Sigurjón flaug TF-GIN með einn eigendanna, Kára Jónsson í aftursætinu, en Hafsteinn var minn flugmaður á Super Cub, TF-PAC. TF-GIN
hefur nýlega verið gerð upp og er nú betur útbúin en hún var ný og ekki skaðar útlitið. Flott vinna.