Þrjár tegundir á Reykjavíkurflugvelli 15. - 19. ágúst 2008.

Fystu átta nyndirnar sýna Douglas AD-4NA Skyraider vél sem millilenti á leið sinni til Bandaríkjanna frá Frakklandi. Hún var ein af mörgum sem Frakkar keyptu af
Bandaríska flotanum. Þessi vél fór síðan til flughers Gabon árið 1967. Var síðan seld til Frakklands 1984 og hefur verið þar þar til nú.

Hercules er líklega sú flugvél sem státar af lengstum framleiðsluferli. Fyrsta vélin XC-130A flaug árið 1954 og hún er enn í framleiðslu og nú í þessari nýjustu, öflugust
og hljóðlátustu gerð eða C-130J. Státar af sex blaða loftskrúfum sem gefa henni mjög sérstakt útlit.

Síðast eru tvær myndir að lítilli flugvél sem lenti mínútu á undan Skyraider vélinni á þann 15. ágúst. Þegar nefhjólið snerti brautina brotnaði festing gaffallsins frá
nefhjólsstönginni og hún skrapaði síðan brautina og akbrautina. Ég varð aðeins var við smell sem ég tók ekkert sérstaklega eftir. Fann síðan þessa mynd á minnis-
kortinu við nánari skoðun.

Lending á braut 19

Lending á braut 19

Lagt framan við Flugþjónustuna

Tekið úr "cherry picker" Flugþjónustunnar

Flugtak 19. águst af braut 31. Turninn í baksýn

Takið eftir hvernig hjólin snúast við að fara upp.

C-130J frá bandarísku strandgæslunni ræsir hreyfla.

Ekur í brautarstöðu..

Fer í loftið af braut 01

Þessi Co-Z Cozy Mark IV gerð af Rutan Long Ez lenti rétt á undan Skyraider vélinni 15. ágúst.

Myndin sýnir þegar nefhjólsgaffallinn brotnaði frá leggnum og er fljúgandi undir skrokknum. Stórfurðulegt að ná svona á mynd.