Verslunarpróf

Verslunarpróf

Til að ljúka verslunarprófi þarf nemandi að taka eftirtalda áfanga:

Námsgrein Áfangar Fjöldi eininga
Bókfærsla BÓK  103/113201203/213  7
Danska DAN  103203 ( 102202212)  6
Enska ENS  103203 ( 102202212),  303  9
Íslenska ÍSL  103203 ( 102202212),  303  9
Íþróttir 2 einingar  2
Lögfræði LÖG  103  3
Rekstrarhagfræði REK  103  3
Stærðfræði STÆ  103203 ( 102122202) + 3 einingar**  9
Tölvunotkun TÖN  102112, 2 02  6
Vélritun VÉL  101  1
Þjóðhagfræði ÞJÓ  103/113  3
Frjálst val* 12 einingar sjá  áfanga í boði  12

Samtals er verslunarprófið 70 einingar.

Þeir nemendur sem ljúka verslunarprófi eru vel búnir undir ýmis störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta á jafnt við um almenn skrifstofustörf, vinnu við bókhald o.fl.  Það er því mikill kostur að hafa verslunarpróf þegar verið er að sækja um störf hjá viðskiptafyrirtækjum t.d. í verslun, heildsölu eða við almenn skrifstofustörf þar sem gerð er krafa um undirstöðuþekkingu í bókhaldi og ritvinnslu.

Allir áfangar til verslunarprófs nýtast nemendum sem vilja klára stúdentspróf, hægt er að taka  stúdentspróf í fjarnámi af fjórum brautum.

*Frjálst val, sem er 12 e, er hugsað sem möguleiki fyrir nemandann að plana framhaldið. Hann getur tekið fleiri áfanga í viðskiptagreinum, s.s. markaðsfræði, bókfærslu, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði eða fjármálum. Einnig getur hann bætt við sig almennum greinum, s.s. stærðfræði, tungumálum eða raungreinum.

**3 einingar að eigin vali, t.d.  STÆ 303, STÆ 313 eða STÆ 363