9. feb. 2017 : Andri Nikolaysson Mateev sigurvegari í alþjóðlegum skylmingum

Andri Nikolaysson Mateev nemandi á 1. ári við Verzlunarskóla Íslands tók þátt í Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games sem fóru fram um helgina. Andri gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og var valinn besti skylmingamaður mótsins.

Við óskum honum innilega til hamingju með sigurinn.

9. feb. 2017 : Vinningshafar í edrúpottinum

50 glæsilegir vinningar hafa verið dregnir úr edrúpottinum. Foreldraráðið gaf 8x15.000 kr. á hvern árgang og 14 vinningar koma frá skólanum.

1. árs nemendur

Glóey Jónsdóttir 1-A, 15.000 kr frá foreldraráði V

Arnald Már Steindórsson 1-F, miði fyrir 2 á Miðannaball NFVÍ

Eva Marín Steingrímsdóttir 1-G, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur J Grímsdóttir 1-H, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur Finnbogadóttir 1-R, 15.000 kr frá foreldraráði V

Eyjólfur Axel Kristjánsson 1-S, 15.000 kr frá foreldraráði V

Aþena Vigdís Eggertsdóttir 1-T, 15.000 kr frá foreldraráði V

Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 1-U, gjafakort fyrir tvo á Búlluna

Bríet Eva Gísladóttir 1-V, 10 máltíðakort í Matbúð

Tiana Ósk Whirtworth 1-H, 10 máltíðakort í Matbúð

IMG_5178

1. feb. 2017 : Gleðidagur VÍ - myndir

31. jan. 2017 : Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 1. febrúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins.

Dagskrá Gleðidagsins

Facebooksíða Gleðidagsins

6. jan. 2017 : Verðlaun fyrir vel unnið samstarfsverkefni Verzlunarskólans og Gimnazija Tolmin

Í fyrra tóku nemendur í 4-S ásamt Margréti Auðunsdóttur og Rut Tómasdóttur þátt í verkefni með nemendum í Gimnazija Tolmin í Slóveníu. Þriðji aðilinn í verkefninu var svo slóvenska orkufyrirtækið GOLEA. Verkefnið sem bar yfirskriftina Think Global, Act Local, fékk styrk frá EEAgrants styrkjakerfinu sem fjármagnað er af Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Þetta væri ef til vill ekki í frásögu færandi núna ef verkefninu hefði ekki nýlega verið veitt verðlaun í Slóveníu sem 2. besta alþjóðasamstarfsverkefni ársins í ofangreindu styrkjakerfi. Eða eins og segir í umsögninni:

4. jan. 2017 : Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Umsóknarfrestur vegna vorannar 2017 er til 15. febrúar næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

21. des. 2016 : Endurtektarpróf janúar 2017

Prófgjald er krónur 9000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir en prófgjald er kr. 3.000 í þeim áföngum.

Greiða skal prófgjald á skrifstofu skólans áður en farið er í prófið. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning skólans:

Reikningur: 515-26-431038
Kennitala: 690269-1399

Mikilvægt er að fram komi kennitala nemanda.

Nemendur skulu hafa skilríki meðferðis í prófin.

Ef eitthvað er óljóst varðandi próftöfluna, sendið þá póst á gunninga@verslo.is

Prófin hefjast klukkan 16:00.
Próftöfluna má nálgast hér

 

20. des. 2016 : Útskrift

Þriðjudaginn 20. desember voru þrír nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Oddný Björg Halldórsdóttir lauk verslunarprófi og Selma Dögg Björgvinsdóttir og Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

20. des. 2016 : Bóksala VÍ

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4. hæð).  Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

14. des. 2016 : Birting einkunna, prófsýning, sjúkra- og endurtektarpróf

Sjúkrapróf eru á föstudaginn hjá öllum bekkjum. Prófað er klukkan 8:30.

Einkunnir verða birtar í INNU mánudagskvöldið 19.des.

Þriðjudaginn 20.des verður prófsýning í skólanum frá klukkan 10:00 til 11:30. Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga hvattir til að gera það.

Kennsla hefst miðvikudaginn 4.janúar samkvæmt stundaskrá. Nemendur sjá nýjar stundatöflur á INNU í næstu viku.

Endurtektarpróf verða haldin 4. 5. og 6. janúar. Prófin eru haldin klukkan 16:00. Nemendur eru ekki í fríi frá skóla þessa daga þó þeir þurfi að taka próf.

30. nóv. 2016 : Bókasafn VÍ

Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 30. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi:

18. nóv. 2016 : Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var rapparinn góðkunni, Erpur Eyvindarson, fenginn til að koma í Versló og fræða nemendur um rappið, tilurð þess og hvert efnið í textana er sótt. Erpur lét gamminn geysa og útskýrði á hressilegan hátt hvernig rapptextar hans verða til og hafi einhver haldið að það sé tilviljunum háð er það mesti misskilningur.  Þvert á móti sækir hann efni m. a.  til gamalla handrita frá 13. öld, í talmál og slangur nútímans, grípur til gamalla orða og endurlífgar þau. Forminu má líkja við hið forna form þulunnar sem byggist á endarími, stuðlum og höfuðstöfum. Þetta útskýrði Erpur með því að taka nokkur rappdæmi eftir þörfum. Erpur átti salinn og fékk góðar viðtökur

Síða 1 af 40