Gleðidagur VÍ

Miðvikudaginn 3. febrúar er Gleðidagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

1. ársnemar byrja strax í fyrsta tíma á að hlýða á fyrirlestur um jafnrétti og kynlífsmenningu í framhaldsskólum hjá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur og Rakel Magnúsdóttur. Kennarar munu fylgja nemendum niður í Bláa sal.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast

hér
"IMG_1794"

"IMG_1922"

 

Aðrar fréttir