Opið hús – 19. mars

Fimmtudaginn 19. mars milli 17:00 og 19:00 opnum við skólann og tökum á móti 10. bekkingum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Gestum verður boðið að ganga um húsnæði skólans undir leiðsögn nemenda og munu skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar vera á staðnum og sitja fyrir svörum.  

Frá og með haustinu 2015 verður kennt samkvæmt nýrri námskrá við skólann og munu nemendur þá útskrifast með stúdentspróf á þremur árum. Boðið verður upp á fjórar námsbrautir til stúdentsprófs en þær eru alþjóðabraut, lista- og nýsköpunarbraut, náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um stúdentspróf á þremur árum.

Stúdentspróf á þremur árum

Verið hjartanlega velkomin/n

Aðrar fréttir