Rannsókn á rusllausum lífstíll

 

Þær Melkorka Diljá, Sara Rut og Vigdís Birna í 6-U eru í áfanganum Líf303 þar sem lokaverkefnið gengur út á að undirbúa og framkvæma rannsókn. Þær völdu að gera rannsókn á eigin lífstíl sem felst meðal annars í að mæla óþarfa rusl sem maðurinn hendir frá sér. Þær munu vigta allt það rusl sem þær henda frá sér í eina viku og flokka það í almennt, plast, pappa og lífrænt rusl. Viku seinna ætla þær að lifa rusllausum lífstíll (Zero Waste Lifestyle) . Þær hafa m.a. fengið styrk frá verslunninni Móðurást fyrir hreinlætisvörunni mánabikar sem er margnota silikonbikar sem kemur í stað dömubinda og tappa. Þess má líka geta að Verzlingar fá 20% afslátt af mánabikarnum á meðan þær lifa sínum rusllausa lífstíl sem er 7.-14. mars.

"Mana"

Aðrar fréttir