DANS 3DO 05 (DAN 403) - Danska, Danmark og omverdenen
Áfangi á 3. þrepi í framhaldi af DANS3SM05 (DAN 303) eða sambærilegum áfanga
Lýsing
á áfanga og kennsluháttum:
Áfanginn er kenndur í fjarkennslu (Moodle). Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt undir leiðsögn fjarkennara og að þeir geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og fylgist með framvindu í námi sínu og geti metið eigin færni skv. Evrópskuu tungumálamöppunni. Nemendur lesa og hlusta á texta á vef og vinna að gagnvirkum verkefnum og verkefnum sem skilað er og yfirfarin af kennara. Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð eftirfarandi hæfni miðað við Evrópsku tungumálamöppuna: Lestur og ritun C1, hlustun B2/C1 og samræður/talmál B2.
Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á
- viðhorfum og gildum danskrar menningar og geti tengt þau við eigin samfélag og menningu,
- tengslum Danmerkur við umheiminn og áherslum á umhverfi og tengsl við önnur Evrópulönd,
- orðaforða sem gerir honum auðvelt að tileinka sér sérfræðigreinar sem koma að notum í áframhaldandi námi eða starfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
- að lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans,
- að skilja fyrirlestra og útvarpserindi um sérhæfð efni sem hann hefur þekkingu á,
- að skilja almennt talað mál í t.d. kvikmyndum og upptökum af daglegum samtölum manna á milli,
- að skrifa ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega.
- að tjá sig skýrt um efni sem hann hefur kynnt sér.
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta sér til gagns fyrirlestra og umræður ef hann hefur einhverja þekkingu á efninu,
- skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðla, hvort sem hann þekkir umræðuefnð eða ekki, s.s. útvarpsfréttir og sjónvarpsþætti um sérhæfð efni,
- tileinka sér efni fræðilegra texta og hagnýta á ábyrgan hátt, s.s. sérfræðigreinar og ýmsar heimildir,
- geta gefkið skýrar lýsingar á málum sem tengjast áhugasviði hans og/eða efnis sem hefur verið unnið með,
- geta flutt vel uppbyggða frásögn eða kynningu,
- skrifa skýran og vel samsettan texta af ákveðinni lengd og komið skoðunum sínum á framfæri og þar lagt áherslu á það sem hann telur mikilvægt og valið til þess ritstíl við hæfi.
Markmiðið er að nemendur geti að loknum áfanganum starfað og/eða stundað nám í dönsku málumhverfi.
Efnisþættir:
- Velfærdsstaten
- DanmarkPolitik
- Økonomi i Danmark
- Uddannelse
- Dansk litteratur
- Danmark og omverdenen
- Miljø
- Berømte danskere
- At læse i Danmark
Námsmat
Verkefni úr áfanganum gilda 50% og skriflegt lokapróf 50%.
Til þess að vinnueinkunn reiknist með þarf einkunnin úr skriflega prófinu að vera að lágmarki 5,0.
Námsgögn
- Námsefni á fjarnámsvef (Moodle)
- Skáldsagan Den kroniske uskyld af Klaus Rifbjerg
- Danmarks Radio (www.dr.dk)