Enska 3NL 05 - Enska, nýsköpun og listir

Áfangi er framhald af ENSK 2OM 05 og ENSK 2MV 05 (eða sambærilegum áföngum)

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ . Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti orðaforða sinn tengdan nýsköpun og listum. Nemendur lesa greinar og bókmenntatexta auk þess sem þeir afla sér efnis á netinu. Þeir eru þjálfaðir í að tjá sig á ensku, á gagnrýninn hátt, bæði í ritun og tali og fá tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhuga og nálgast þau á skapandi hátt. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði nemenda og skapandi nálgun verkefna í áfanganum. Ætlast er til þess að nemendur öðlast hæfni C1 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni.

Markmið

Að nemendur

 • þjálfist í að lesa frétta- og fræðitexta um nýsköpun og listir
 • nái tökum á að lesa sígild bókmenntaverk
 • beiti góðum orðaforða til þess að geta tjáð sig um nýsköpun og listir
 • nýti sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna
 • sýni frumkvæði og beiti gagnrýninni hugsun
 • tileinka sér fjölbreytta hugsun við lausn mála, fræðilega, listræna og viðskiptalega

Námsfyrirkomulag

Nemendur fá senda verklýsingu í Moodle vikulega.

Námsmat

 • Ritgerðir og aðrar ritanir tengdar greinum um nýsköpun og listir: 20%
 • Áhugasviðsverkefni: 10%
 • Verkefni tengt skáldsögu: 15%
 • Frásagnir og upplestrar: 10%
 • Lokapróf (greinar (30%) og skáldsaga (15%)): 45%

Námsgögn

 • Greinar og þættir á netinu
 • Skáldsagan Wuthering Heights eftir Emily Brontë
 • Ensk/ensk orðabók:
  • http://www.ldoceonline.comhttp://dictionary.cambridge.org
  • http://www.oxfordadvancedlearnersdictionary.com
  • http://www.yourdictionary.com/transmit