ENSK 3VS 05 – Enska, vísindaskáldskapur

Áfangalýsing

Í námskeiðinu verða lesnar skáldsögur og skoðaðar kvikmyndir á sviði vísindaskáldskapar. Litið verður til hvernig verkin endurspegla hugmyndir og þróun á sviði tækni og vísinda, en jafnframt hvernig þau eru vettvangur til að greina samtímann og takast á við sígildar spurningar úr heimspeki, siðfræði og stjórnmálum. Einnig verða könnuð tengsl skáldsagna og kvikmynda við tölvuleiki og sýndarheima á netinu.

Námskeiðið skiptist í þrjú aðalsvið og lýkur með stóru lokaverkefni. Lokaverkefnið verður annað hvort:

  • greining á kvikmynd eða skáldsögu að eigin vali,
  • smásaga eða
  • annað frumsamið verk þar sem unnið er með hugmyndir og pælingar úr námskeiðinu.

Öll vinna á námskeiðinu fer fram á ensku.

Markmið

  • að nemendur auki ritfærni og orðaforða í ensku

  • að nemendur auki færni í tjáningu á ensku

  • að nemendur auki færni í skapandi vinnu með bókmenntir

Námsmat

  • Verkefni tengd bókum og kvikmyndum: 70%
  • Lokaverkefni: 30%

Námsgögn

  • Skáldsögur og kvikmyndir valdar af nemendum, auk myndbanda og lesefnis á vef námskeiðs.