FÉLA 3ÞR 05 - Félagsfræði þróunarlanda

Áfangalýsing

Nemendur kynnast mismunandi hugmyndum um skiptingu heimsins, einkum tvískiptingu hans í þróuð lönd og vanþróuð. Þeir læra um mismunandi hugmyndir að baki þeim hugtökum sem eru notuð yfir þróunarlönd, svo sem „vanþróuð lönd“, „þriðji heimurinn“ og „Suðrið“. Þeir læra um ólíka merkingu þróunarhugtaksins. Nemendur gera sér grein fyrir efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum þróunarlanda. Þeir kynnast ólíkum kenningum um orsakir vanþróunar og hugmyndum um þróunarmöguleika samfélaga í þriðja heiminum. Fjallað verður um ólíkar tegundir þróunarsamvinnu og sérstaklega um þróunaraðstoð Íslendinga.

Markmið

Meginmarkmið áfangans er að nemendur geri sér grein fyrir hinum gríðarlegu efnahagslegu og félagslegu vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja og að þeir muni í framtíðinni kynna sér málefni sem tengjast samfélögum þriðja heimsins. Ætlast er til að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á mismunandi hugmyndir um þróun og vanþróun.

Námsmat

  • Leiðarbók  50%
  • Ritgerð 30%
  • Smærri verkefni 20%

Námsgögn

  • Hannes Í. Ólafsson: Ríkar þjóðir og snauðar. Mál og Menning. Reykjavík, 2002.