FJÖL 2MF 05 – Markaðs- og fjölmiðlafræði
Grunnáfangi
Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfangalýsing
Áfanginn er inngangur að fjölmiðlafræði. Fjallað er um hinar ýmsu gerðir fjölmiðla, starfshætti þeirra og hlutverk. Jafnframt verður reynt að átta sig á því hvaða áhrif fjölmiðlar hafa á mótun samfélaga t.a.m. í tengslum við stjórnmál, auglýsingar, fréttir og menningu. Þá verður saga fjölmiðla í heiminum skoðuð. Fjölmiðlar á Íslandi verða teknir fyrir sérstaklega.
Markmið
Að nemendur kynnist fjölmiðlum, hlutverki þeirra og áhrifum í samfélaginu. Jafnframt að nemendur þekki muninn á helstu gerðum fjölmiðla, kostum og göllum hverrar gerðar. Þá skulu nemendur öðlast þekkingu á sögu fjölmiðlunar.
Námsmat:
- Lokapróf 75%
- Verkefni 25%
Námsgögn
- Åke Petterson og Lars Petersson: Fjölmiðlafræði. Adolf Petersen þýddi og staðfærði. Mál og Menning, Reykjavík, 2005.