ÍSLE 3ÞT 05 - Íslenska, þjóð, tunga og land

Áfanginn er framhald af ÍSLE 2GF 05 (eða sambærilegum áfanga)

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

 Lýsing á áfanga og kennsluháttum

Nemendur lesa eina Íslendingasögu og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju. Leitast verður við að setja miðaldabókmenntir í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir nútímann. Nemendur öðlast færni í að lesa og skilja miðaldatexta, kynnast uppruna og frásagnarlist Íslendingasagna og átta sig á mikilvægi þess menningararfs sem þær hafa að geyma.

Ýmiss konar verkefni eru unnin í tengslum við Brennu-Njáls sögu. Auk þess fá nemendur þjálfun í ritun og úrvinnslu viðtala. Lesin verður ein nútímaskáldsaga og verkefni unnin í tengslum við hana.

Námsmat

Lokapróf gildir 50% 
Vinnueinkunn gildir 50%

Námsgögn

  • Egilssaga, hvaða útgáfa sem er. 
  • Mistur eftir Ragnar Jónasson
  • Um Íslendingasögur og dróttkvæði á Vísindavefnum