LÍF 113 - Vistfræði

Undanfarar: NÁT 103 og LÍF 103

Áfangalýsing

Áfanginn veitir nemendum yfirsýn yfir vistfræðina sem fræðigrein, aðferðafræði hennar og viðfangsefni.
Fjallað er um helstu hugtök vistfræðinnar. Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa. Teknar eru fyrir kenningar sem lúta að stöðugleika eða kviku jafnvægi vistkerfa. Fjallað er um líffræðilegan fjölbreytileika og breytingar á tegundasamsetningu líffélaga, bæði af náttúrulegum orsökum og af mannavöldum.
Stofnhugtakið er tekið fyrir og helstu mælingaaðferðir og rannsóknir á stofnum. Sjálfbær nýting lífrænna auðlinda er útskýrð og einnig helstu nytjastofnar hérlendis. Fjallað er um aðlögun og hæfni lífvera og áhrif vistfræðilegra þátta á þróun þeirra. Sérstaklega er lögð áhersla á sérstöðu Íslands með tilliti til vistfræðilegra þátta og fjallað um vistkerfi sem hér finnast og vistfræðilegar rannsóknir hér við land.

Efnisatriði

Vistkerfi, líffélag, stofn, búsvæði, vist, lífrænir og ólífrænir umhverfisþættir, hringrás, orkuflæði, fæðukeðja, fæðuþrep, frumframleiðendur, neytendur, rotverur, samkeppni, afrán, samlífi, sníkjulífi, tegundasamsetning, tegundafjölbreytileiki, stöðugleiki, kvikt jafnvægi, framvinda, þróun, atferli, lífssaga, eyjaáhrif, sjálfbær nýting, nytjastofn, líffræðilegur fjölbreytileiki, tegundaútdauði, válisti, þrávirk lífræn spilliefni, gróðureyðing, jarðvegsrof, ofbeit, landgræðsla, framræsla, vistheimt.

Námsgögn

  • Vistfræði og umhverfismál. Háskólaprent.  Höfundur: Margrét Auðunsdóttir. Bókin er seld á skrifstofu VÍ.