LÍFF 3VL 05 - Verkefnalíffræði

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Í þessum áfanga samþættir nemandinn þá þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í fyrri líffræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausarefnum og verkefnum. Hann þjálfast í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra (þar sem við á) að fjölbreytilegum verkefnum og sýnir fram á að hann geti tengt saman þekkingu úr ólíkum fögum á mismunandi vegu. Einnig þjálfast nemandi í að tjá sig um aðferðir sínar og lausnir í töluðu máli og rituðu. Lögð er áhersla á vinnubrögð sem nýtast við áætlanagerð, vinnu við rannsóknarvinnu og ritsmíðar í raungreinum. Þá eru einnig kennd vinnubrögð sem nýtast við framsetningu fræðilegrar vinnu.

Markmið

Meginmarkmið áfangans er að brjóta niður veggi milli fyrri áfanga og faga, rifja upp efni þeirra og setja það í víðara samhengi en áður hefur verið mögulegt.

Námsmat

Áfanginn er próflaus og byggir á eftirfarandi verkefnum:

  • Dagbók sem nemandi heldur alla önnina.
  • Heimildaritgerð um tiltekið viðfangsefni skilað inn í Turn-it-in á Moodle.
  • Rannsókn undirbúin og framkvæmd og skýrsla skrifuð um rannsókn.
  • Kynning á rannsókn.
  • Veggspjald unnið eftir settum reglum.