SÁLF 3LS 05 – Sálfræði, lífeðlisleg sálfræði

Undanfari: SÁLF 2GR 05 eða sambærilegur áfangi

Áfangalýsing

Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna. Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir. Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur. Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja.

Áfangamarkmið

Nemandi

 • þekki gerð og starfsemi heila, tauga- og hormónakerfis í grófum dráttum
 • þekki niðurstöður rannsókna á klofnum heila og hvað þær segja okkur um sérhæfingu heilahvela og sjálfsvitund
 • þekki áhrif algengustu vímuefna á lífefnafræði heilans og skynjun
 • þekki og geti fjallað um skaðsemi ávana- og vímuefna
 • geti rakið ferli skynjunar frá því að skynfæri sjónar eða heyrnar eru áreitt og þar til boð berast heila, einnig í grófum dráttum skynferli lyktar, bragðs, snertingar og jafnvægis
 • geti fært rök fyrir því í hvaða mæli skynjun sé meðfædd eða lærð
 • þekki helstu niðurstöður rannsókna á skynjun
 • þekki t.d. til kenninga gestaltsinna um skynheildir og hugfræðinga um skemu
 • geti fjallað um vitund og fyrirbæri á mörkum vitundar, sem og breytt vitundarstig
 • þekki staðreyndir um svefnstig og svefnvandamál, drauma og leiðsluástand eins og dáleiðslu
 • þekki leiðir til að notfæra sér tilhneigingu okkar til dagdrauma á uppbyggilegan hátt

Námsgögn

 • Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen L. Pind: Almenn sálfræði: Hugur, heili og hátterni. II. hluti. Mál og menning. Reykjavík, 2003.