SÁLF 3ÞS 05 - Þroskasálfræði

Undanfari: SÁL 2GR05

Áfangalýsing

Kynning á þroskasálfræði og hugtökum hennar og helstu álitamálum, t.d. hlut erfða og umhverfis í mannlegum eiginleikum. Helstu kenningar kynntar. Fjallað um alhliða þroskaferil frá getnaði til gelgjuskeiðs, einkum líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, persónuleika- og málþroska. Einkum er fjallað um eðlilegan þroska en einnig lítillega um frávik og orsakir þeirra. Fjallað um helstu álitamál þroskasálfræðinnar og hægt að taka fyrir ýmis álitamál þessu tengd allt eftir áhuga nemenda.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • öðlist innsýn í viðfangsefni, rannsóknaraðferðir og helstu álitamál þroskasálfræðinnar.
  • þekki hvaða rannsóknaraðferðir eru mest notaðar í þroskasálfræði, galla þeirra og kosti, til að nálgast örugga vitneskju um það sem víkur að þroska barna.
  • þekki hugmyndir sem hafa haft mest áhrif á framvindu greinarinnar, a.m.k. hugmyndir sálkönnunar, atferlisstefnu og Piagets, og geri sér grein fyrir hvernig áhrif þeirra birtast í leikskólum, skólaskipulagi og viðhorfum í þjóðfélaginu
  • þekki alhliða þroskaferil barna, svo sem vitsmunaþroska, líkamsþroska, málþroska, persónuleikaþroska og siðgæðisþroska og að hugsun barna er eðlisólík hugsun fullorðinna
  • átti sig á mikilvægi bæði líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunar fyrir þroska barnsins
  • skilji og geti gert grein fyrir mikilvægi fjölskyldunnar sem mótunarafls fyrir einstaklinginn

Námsgögn

  • Aldís Guðmundsdóttir. Þroskasálfræði. Lengi  býr að fyrstu gerð. Edda. Reykjavík, 2007