SPÆN 1SA 05 - Spænska, byrjendaáfangi

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Nemendur kynnast hinum spænskumælandi heimi, menningu hans og siðum.  Þeir fá þjálfun í framburðarreglum málsins og kynnast grundvallaratriðum í málfræði auk þess að byggja upp orðaforða til að lýsa sér, daglegu lífi, fjölskyldu sinni, útliti og nærumhverfi. Þeir byggja upp færni til að skilja einfaldar setningar og texta og vinna verkefni því tengdu. Þeir þjálfast í að taka þátt í einföldum samræðum og svara spurningum. Nemendur fá þjálfun í að skrifa stutta texta um sjálfa sig og umhverfið sitt. Ýmis konar miðlar verða notaðir til að gefa nemendum innsýn inn í spænskt málsvæði og menningu spænskumælandi landa, s.s. netmiðlar, bækur og kvikmyndir.

Markmið

Að nemendur:

 •  kunni skil á helstu reglum um áherslur í spænsku, læri framburðarreglur og æfi framburð
 • læri grundvallaratriði í málfræði eins og um orðaröð í setningum, forsetningar, sagnir, fornöfn, kyn og tölu nafnorða
 • byggi upp orðaforða sem nægi til að lýsa daglegu lífi sínu og fjölskyldu sinnar
 • skilji einfaldar setningar, skilji texta námsefnisins og vinni einföld verkefni því tengd
 • geti tekið þátt í einföldum samræðum og svarað einföldum spurningum
 • geti kynnt sig og sagt lítillega frá eigin högum
 • geti skrifað einfaldan texta um sjálfa sig, ásamt einföldum hagnýtum texta, t.d. póstkort og eyðublöð•
 • viti hvar í heiminum spænska er töluð og byrji að kynnast helstu menningarþáttum spænskumælandi landa og noti meðal annars internetið til þess.

Námsmat

 • Verkefni og gagnvirkar æfingar 30%
 • Lokapróf 35%
 • Munnlegt próf 35%

Námsgögn

 • ¡Me Encanta hablar español! – Bókin fæst hjá kennara, sendið póst til hilda@verslo.is. 

 • Orðabók (til eru nýlegar útgáfur af spænsk-íslenskum, og íslensk-spænskum orðabókum frá Forlaginu).