SPÆN 2SE 05 - Spænska E
Undanfari SPÆN 2SD 05 eða sambærilegur áfangi
Áfangalýsing
Upprifjun á öllum helstu atriðum spænskrar málfræði og úrvinnsla úr þeim. Mikil áhersla er lögð á lestur bókmennta frá spænskumælandi löndum auk þess sem áfram er haldið að afla þekkingar á menningu þessara landa í sem víðustum skilningi. Til þessa er notast við Netið, lesin eru erlend tímarit og greinar, horft er á kvikmyndir og hlustað er á tónlist og talað mál frá þessum löndum. Áhersla er lögð á að nemendur starfi sjálfstætt og séu duglegir að afla sér efnis sjálf og miðli því síðan til annara nemenda skriflega eða munnlega. Unnin eru þemaverkefni.
Markmið
Nemandi
- vinnu áfram á skipulagðan hátt að auka orðaforða sinn meðal annars með notkun orðabókar.
- þjálfist í erfiðustu málfræðiatriðunum sem þegar hafa verið kennd
- fái fjölbreytt efni til hlustunar
- auka þjálfun í að tala spænsku , helst við spænskumælandi fólk
- lesi margbreytilegt efni og vinni markvisst með orðaforða og megininntak texta, nánar tiltekið
- geti sagt frá upplifum sinni og túlkað sérvalið efni
- skrifi stuttar frásagnir, endursagnir, fyrirlestrar og ritgerði
- geti gert greinarmun á mismunandi menningu spænskumælandi landa
Námsmat
Eftirfarandi þættir eru metnir til lokaeinkunnar
- Vinnueinkunn 50%.
- Lokapróf 50%. (Þar af gildir skriflegt lokapróf 80%, hlustunarpróf 10% og munnlegt próf 10%) Ath. ná þarf 4,5 á skriflegu prófi til að aðrir hlutar einkunnar gildi.
Námsgögn
„Cenizas calientes“. Höfundar: Neus Sans og Alicia Estopiña. –Léttlestrarbók.
Vocabulario B1. Höfundar: Marta Barolo, Marta Genís og fl. Útgefandi:Anaya. Bókin er hvít og bleik að lit.
Orðabók (Til eru nýlegar útgáfur af spænsk-íslenskum, og íslensk-spænskum orðabókum frá Forlaginu).
Efni frá kennara.
Mælt er með að eiga málfræðibókina "Correcto" eftir Guðrúnu H. Tulinius.