STÆR 2ÞA 05 - Stærðfræði, þríhyrningar og algebra

Grunnáfangi fyrir náttúrufræði- og viðskiptafræðibrautir

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og lausnum verkefna og þrauta. Mikil áhersla er á skilgreiningar og sannanir auk þess sem farið er yfir reglur og dæmareikning í algebru og rúmfræði. 

Markmið

Að nemendur

 • geti sett fram lausnir á jöfnum með einum og tveimur breytistærðum þar sem hvert skref er rökstutt í orðum
 • geti sett upp jöfnur fyrir orðadæmi og leyst þær
 • hafi velda- og rótareglur á valdi sínu
 • geti þáttað liðastærðir og notað þáttun til að einfalda algebrubrot
 • fái þjálfun að lesa skilgreiningar og nota þær
 • þekki helstu skilgreiningar og reglur í evklíðskri rúmfræði og geti leyst dæmi tengd þeim
 • viti hvað er góð sönnun og geti sannað einfaldar algebrureglur og reglur sem þeir hafa séð sannaðar áður
 • þekki til hornafallanna og geti beitt þeim á rétthyrnda og, eftir atvikum, hvasshyrnda þríhyrninga
 • geti leyst dæmi tengd hvers konar prósentu- og hlutfallareikningi

Efnisatriði

Jöfnur með einni og tveimur breytistærðum, jöfnur með óþekktum föstum og óuppsettar jöfnur. Liðun, þáttun og algebrubrot. Leiðingar, algebrulegar sannanir og skilgreiningar og sannanir í Evklíðskri rúmfræði ásamt reiknireglum. Hlutföll, hornaföll og prósentur ásamt vaxtareikningi.

Námsmat

Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 90%. Gagnvirkar kannanir sem teknar eru yfir önnina gilda 5% og skilaverkefni 5%. Til að standast áfangann þarf að leysa a.m.k. 45% prófsins rétt og fá 5 í lokaeinkunn (4,5 námundast upp í 5). 

Námsgögn

 • Stæ203 (útgefin árið 2000 eða síðar)eftir Jón Hafstein Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. (Ath, þessi bók nýtist einnig í áfanganum STÆR2HJ05).
 • STÆR2ÞA05, tekin saman af kennurum við VÍ, útgefin 2016 eða síðar, bókin er aðgengileg á pdf formi í kennslukerfinu.
 • Reiknivél sem ekki getur geymt texta.