STÆR 3HF 05 - Stærðfræði, heildun og fylki

Áfanginn er framhald af STÆR 3FF 05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir félagsfræðabraut og viðskiptalínu viðskiptabrautar.

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Í áfanganum er unnið með heildun til að finna flatarmál svæðis á milli ferla falla, heildunaraðferðir (hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun), fyrsta stigs diffurjöfnur og fylki.

Markmið

Að nemendur

  • geti fundið flatarmál svæðis á milli ferla með því að nota heildun.
  • geti fundið heildi með hjálp heildunaraðferða eins og hlutheildunar, innsetningaraðferðar og stofnbrotsliðunar.
  • geti leyst fyrsta stigs diffurjöfnur með aðskiljanlegum breytistærðum og línulegar fyrsta stigs diffurjöfnur.
  • þekki fylki og fylkjareikning og geti m.a. fundið andhverfu 2×2 fylkja, leyst yfirákvarðað jöfnuhneppi og fundið jöfnu bestu línu.

Efnisatriði

Farið er í ákveðið og óákveðið heildi einfaldra falla, heildun notuð til að finna flatarmál svæðis á milli ferla. Heildunaraðferðir, hlutheildun, innsetning, heildun ræðra falla – stofnbrotsliðun. Diffurjöfnur, sérlausn diffurjafna, diffurjöfnur með aðskiljanlegum breytistærðum, línulegar fyrsta stigs diffurjöfnur. Fylki, samlagning, margföldun, ferningsfylki, hornalínufylki, einingarfylki, andhverfa fylkis, bylt fylki, ákveða fylkis og jafna bestu línu.

Námsmat

Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 100%.Á prófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi. Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

Námsgögn    

  • STÆR3HF05 eftir Þórð Möller (netútgáfa).    
  • Nemendur þurfa að hafa reiknivél sem ekki getur geymt texta.