STÆR 3HR 05 - Stærðfræði, heildun, runur og raðir

Áfanginn er framhald af STÆR3DF05 (eða sambærilegum áfanga) (STÆ403)

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Í áfanganum er farið í hvernig stofnföll falla eru fundin. Hvernig hægt er að nota heildun við að finna flatarmál óreglulegra svæða, og rúmmál snúða. Kenndar eru aðferðir við að leysa diffurjöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir eru kenndar og hvernig hægt er að tengja útreikninga þeirra t.d. við vaxtareikning.

Markmið

Að nemendur kunni:

  • kunni heildunaraðferðir, innsetningu, hlutheildun og liðun í stofnbrot.
  • geti túlkað flatarmál út frá yfir- og undirsummu.
  • geti fundið flatarmál svæðis sem afmarkast af tveimur ferlum.
  • geti fundið rúmmál snúða sem myndast þegar ferli falls er snúið um lárétta og lóðrétta línu.
  • þekki og kunni að diffra andhverfur hornafalla.
  • geti leyst einfaldar diffurjöfnur af fyrsta stigi og hagnýt dæmi með diffurjöfnum.
  • þekki hugtökin mismunaruna, mismunaröð, kvótaruna og kvótaröð og geti reiknað dæmi þeim tengd.

Efnisatriði

Óákveðið flatarmál, heildanleiki, andhverfur hornafalla og diffrun þeirra, yfirsumma, undirsumma, millisumma, ákveðið heildi og flatarmál, heildunaraðferðir, hlutheildun, innsetning, stofnbrotsliðun, rúmmál snúða, diffurjöfnur, mismunarunur og raðir, kvótarunur og raðir.

Námsmat

Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir 90% og skiladæmi gilda 10%.  Á lokaprófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.

Til að standast áfangann þarf að ná a.m.k. 4,5 á lokaprófinu áður en einkunn fyrir skiladæmin eru reiknuð inn í lokaeinkunn. Nemandi þarf að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

Námsgögn

  • STÆ503 eftir Jón Hafstein Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson.
  • Nemendur þurfa að hafa reiknivél sem ekki getur geymt texta.