STÆR 3VH 05 - Stærðfræði, vigrar og hornaföll
Áfanginn er framhald af STÆR2HJ05 (eða sambærilegum áfanga), fyrir náttúrufræðibraut og hagfræðilínu viðskiptabrautar
Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfangalýsing
Vigurhugtakið skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar. Tekin eru dæmi úr rúmfræði þar sem vigurreikningur er notaður s.s. sönnun á hvernig finna má miðpunkt þríhyrnings. Einingarhringurinn er lagður til grundvallar hornaföllum og horn á milli vigra fundið. Ýmsar hornafallareglur kynntar og tengsl hornarfallanna innbyrðis. Sínus- og kósínusreglan fyrir þríhyrninga. Jafna hrings og sporbaugs. Almenna jafna línu og stikun hrings og línu. Ofanvarp punkts á línu. Í lokin er farið í nokkrar gerðir hornafallajafna.
Markmið
Að nemendur
- kunni skil á vigurhugtakinu og hafi fullt vald á vigurreikningi
- þekki skilgreiningu hornafalla og þekki nokkrar hornafallareglur
- þekki kósínus- og sínusregluna
- þekki jöfnu hrings og sporbaugs
- þekki stikun hrings og línu
- geti fundið ofanvarp punkts á línu
Efnisatriði
Vigur, samlagning og frádráttur, hallatala, lengd, innfeldi, þvervigur. Miðpunktur striks og miðpunktur þríhyrnings. Einingarhringurinn, bogamál, hornaföll, horn á milli vigra. Hornafallareglur og tengsl hornafallanna innbyrðis. Sínus- og kósínureglan hin meiri. Regla um flatarmál þríhyrnings. Jafna hrings og jafna sporbaugs. Stikun hrings og stikun línu. Ofanvarp punkts á línu.
Námsmat
- Próf í annarlok er 120 mínútur og gildir einkunn í því 90%lokaeinkunn.
- Á prófi í annarlok verður prófað í fræðilegu efni ásamt dæmareikningi.
- Nemendur þurfa að skila tveimur verkefnum og gilda þau 5% hvort.
Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,5 á lokaprófi til að standast áfangann.
Námsgögn
- Stæ303 (útgefin árið 2000 eða síðar) eftir Jón Hafstein Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. Bókin fæst í bókaútgáfunni IÐNÚ, Reykjavík.
- Nemendur þurfa að hafa reiknivél. Í lokaprófum er leyfilegt að nota reiknivél með grafískum skjá en þó ekki fullkomnari en Casio 9750.