STÓJ 2HK05 103 - Stjórnun, hugtök og kenningar

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Útskýrt er hvernig þjóðfélagsbreytingar hafa gert það að verkum að menn leggja nú meiri áherslu á stjórnun en áður. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Farið er í stjórnunarferlið, mismunandi gerðir stjórnskipulaga, setningu markmiða, áætlanagerð og upplýsingastreymi. Áhersla er lögð á að upplýsa nemendur um samspil stjórnunar og samstarfs og mikilvægi þess að starfsmenn séu ánægðir í sínu starfi.

Markmið

Að nemendur:

  • kunni grunnhugtök og kenningar í stjórnun og að beita hugtökunum í mæltu og rituðu máli.

Viðfangsefni

Grunnhlutverk stjórnunar, saga stjórnunar, stjórnun í alþjóðaumhverfi, siðferði í stjórnun, frumkvöðlastarfssemi, starfsmannastjórnun, leiðtogahlutverkið ofl.

Kennsluhættir

Kennsla fer fram sem sjálfsnám. Með lestri hvers hluta verða glærur með áherslupunktum ásamt ýmsu viðbótarefni. Athugið að áfanginn er lesfag þannig að mikilvægt er að lesa jafnt og þétt.

Námsmat

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn. 
25% lokaeinkunnar er árangur í verkefnum sem nemendur þurfa að skila.

Nemandi þar að fá a.m.k. 5,0 í lokaeinkunn til að standast áfangann.

Námsgögn

  • Öll námsgögn eru á rafrænu formi í kennslukerfinu.