ÞJÓÐ 2HK 05 - Þjóðhagfræði, hugtök og kenningar

Markmið

Nemendur öðlist þekkingu í:

  • Hugtökum hagfræðinnar og helstu kenningum.
  • Íslensku efnahagslífi, viðfangsefnum hagstjórnar og efnahagsstefnu stjórnvalda.

Nemendur öðlist leikni í að:

  • Nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða.

Nemendur öðlist hæfni í að:

  • Túlka umsvif hins opinbera í efnahagslífinu.
  • Nota hagfræðileg líkön og tungutak til að útskýra og greina raunveruleg vandamál.
  • Tjá sig um efnið, bæði munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir sem m.a. eru byggðar á þeim fræðilega grunni sem lagður er til í náminu.

Námsgögn

  • Economics eftir Mankiw og Taylor og fæst hjá Bóksölu stúdenta.
  • Viðbótarefni frá kennarasem sett verður á netið.

Efnislýsing

Lesnir eru 12 kaflar í kennslubókinni. Glærur fyrir hvern kafla má nálgast á kennsluvefnum. Spurningar og verkefni verða einnig aðgengileg í lok hvers kafla.

Nemendur skila inn 2-3 verkefnum yfir önnina og einni ritgerð.

Námsmat

  • Lokapróf gildir 80%
  • Vinnueinkunn gildir 20%
    • Verkefni 10%
    • Ritgerð 10%