ÞJÓÐ 3OH 05 - Þjóðhagfræði, opin hagkerfi

Undanfarar áfangans eru Hagf1ÞF05 og Þjóð2HK05 eða sambærilegir áfangar.

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Í áfanganum eru skoðuð viðskipti milli þjóða og hagkvæmni þeirra. Farið er í hver áhrifin verða þegar tollar eru settir á vörur og þjónustu. Þá er farið í að skoða heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfum. Einblínt er á hvaða áhrifaþættir koma við sögu þegar breytingar verða í heildareftirspurninni og heildarframboðinu og kenningar tengdar því. Þá verður farið í hvaða áhrif það hefur á hagkerfi þegar stjórnvöld beita aðferðum hagstjórnar, þ.e. fjármálastefnu eða peningamálstefnu innan hagkerfa. Kenningar og líkön verða skoðuð í tengslum við þessi viðfangsefni. Þá er einnig til umfjöllunar í áfanganum alþjóðlegar stofnanir og hlutverk þeirra. Sérstaklega verða skoðaðar þær stofnanir sem tengjast íslensku efnahagslífi á einn eða annan hátt.

Námsgögn

  • Economics eftir Mankiw og Taylor og fæst hjá Bóksölu stúdenta.
  • Viðbótarefni frá kennara sem sett verður á netið.