TÖL303 - C# forritunarmál

Áfangalýsing

Í áfanganum er forritað í C# forritunarmálinu. Áfanginn er próflaus og byggist námsmat á verkefnavinnu yfir alla önnina. Byrjað er á smærri verkefnum og smám saman stækka verkefnin eftir því sem líður á önnina og lokaverkefni áfangans gildir 35% en í því er hægt að velja sér tölvuleik til að forrita í samráði við kennara.   Verkefnaskilum er hagað skv. samkomulagi við kennara.

Markmið

  • Að nemendur nái tökum á grunnatriðum í gluggaforritun með Windows Forms, helstu stýringum og aðgerðum.
  • Að nemendur kynnist forritunarmálinu C# og byggi á því sem þeir hafa lært í töl103 og töl203.
  • Að nemendur geti sýnt fram á sjálfstæð vinnubrögð við lausn smærri sem stærri verkefna.

Námsmat

  • Verkefni á önninni 100%

Námsgögn

  • Stuðst verður m.a. við nokkur verkefni úr Visual C# 2005 How To Program, second edition. Útgefandi er Pearson Education, Inc., 2006. ISBN 0-13-204361-0. Ekki er nauðsynlegt að kaupa bókina.
  • Verkefni frá kennara.
  • Nemendur geta sjálfir nálgast ítarefni til að ná tökum á C#.
  • Hægt er að hlaða niður ókeypis hugbúnaðinum sem notaður er við forrituna í námskeiðinu. (Visual C# 2010 Express Edition)
  • Að auki verða hljóðfyrirlestrar og ýmis verkefni frá kennara hluti af námsefninu.