ÞÝSK 1ÞC 05 - Þýska C
Áfanginn er framhald af ÞÝSK1ÞC05 (eða sambærilegum áfanga)
Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfangalýsing
Þýska 303 er framhaldsáfangi á eftir Þýska 203. Í kennslukerfinu eru upplýsingar um hvernig kennslubókin og verkefnabókin eru uppbyggðar. Þar eru einnig upplýsingar um námsframvinda/vikuáætlun og verkefnalisti Í kennslukerfið eru settar inn hlustunaræfingar og verkefni þar sem nemandi getur metið stöðu sína. Nemandi vinnur vinnubók samhliða lesbók og eru skýringar á þessu vinnuferli á forsíðu kennsluvefs.
Lögð er áhersla á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð, lesskilning og hlustun ásamt framburði, og ritun. Best er að nemendur vinni jafnt og þétt og í þeirri röð sem námsefnið er sett fram.
Markmið:
Að nemandi
- Hafi tamið sér öguð vinnubrögð og geri sér grein fyrir mikilvægi eigin vinnu til að ná árangri•
- hafi náð allgóðum orðaforða og geti beitt honum nokkuð rétt í ritun og í sjálfstæðum talæfingum•
- nái meginþræði lengri lestexta og geti unnið verkefni úr þeim.•
- geti skilið hljóðtexta og unnið verkefni úr þeim•
- fái nokkra innsýn inn í ýmiskonar menningu í þýskumælandi löndum•
- geri sér grein fyrir kunnáttu sinni
Námsmat:
Skriflegt lokapróf 80%
Vinnueinkunn 20%
Námsgögn:
- Menschen - Deutsch als Fremdsprache - getustig: A1 - 2 bækur: Kursbuch og Arbeitsbuch - Hueber forlag Þýskaland.
- Smásögur: Ljósrit sem nemendur hafa aðgang að í kennslukerfinu
- Þýska fyrir þig, málfræði.
- Þýskur málfræðilykill.
- Orðabók þýsk-íslensk – íslensk-þýsk