Verslunarpróf

 Þeir nemendur sem ljúka verslunarprófi eru vel búnir undir ýmis störf á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta á jafnt við um almenn skrifstofustörf, vinnu við bókhald o.fl.  Það er því mikill kostur að hafa verslunarpróf þegar verið er að sækja um störf hjá viðskiptafyrirtækjum t.d. í verslun, heildsölu eða við almenn skrifstofustörf þar sem gerð er krafa um undirstöðuþekkingu í bókhaldi og ritvinnslu.

Allir áfangar til verslunarprófs nýtast nemendum sem vilja klára stúdentspróf, hægt er að taka  stúdentspróf í fjarnámi af fjórum brautum.

Verslunarpróf samkvæmt nýrri námskrá (miðað við þriggja ára nám til stúdentsprófs).

Til að ljúka verslunarprófi þarf nemandi að taka eftirtalda áfanga:

Grein Áfangar Einingar
Íslenska ÍSLE 2RM06 2GF05 3ÞT05 16
Stærðfræði STÆR 2ÞA05 2HJ05 2LT05 15
Enska ENSK 2OM05 2MV05 3SV05 15
Norðurlandamál DANS 2MM05 2NS05   10
Lögfræði LÖGF 3LR05     5
Bókfærsla BÓKF 1BR05 2BT05   10
Hagfræði HAGF 1ÞF05 2MT05   10
Vélritun VÉLR 1FI02     2
Tölvur TÖLV 2RT05 3UT05   10
Íþróttir ÍÞRÓ 1ÍA01     1
Val* 2 áfangar, sjá áfanga í boði 10

Samtals er verslunarprófið 108 einingar.

*Frjálst val, sem er 10 einingar, er hugsað sem möguleiki fyrir nemandann að plana framhaldið. Hann getur tekið fleiri áfanga í viðskiptagreinum, s.s. markaðsfræði, bókfærslu, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði eða fjármálum. Einnig getur hann bætt við sig almennum greinum, s.s. stærðfræði, tungumálum eða raungreinum.

Verslunarpróf samkvæmt eldri námskrá (miðað við fjögurra ára nám til stúdetnsprófs).

Til að ljúka verslunarprófi þarf nemandi að taka eftirtalda áfanga:

Námsgrein Áfangar Fjöldi eininga
Bókfærsla BÓK  103/113,  201,  203/213  7
Danska DAN  103,  203 ( 102,  202,  212)  6
Enska ENS  103,  203 ( 102,  202,  212),  303  9
Íslenska ÍSL  103,  203 ( 102,  202,  212),  303  9
Íþróttir 2 einingar  2
Lögfræði LÖG  103  3
Rekstrarhagfræði REK  103  3
Stærðfræði STÆ  103,  203 ( 102,  122,  202) + 3 einingar**  9
Tölvunotkun TÖN  103,  203  6
Vélritun VÉL  101  1
Þjóðhagfræði ÞJÓ  103/113  3
Frjálst val* 12 einingar  12

Samtals er verslunarprófið 70 einingar.

*Frjálst val, sem er 12 e, er hugsað sem möguleiki fyrir nemandann að plana framhaldið. Hann getur tekið fleiri áfanga í viðskiptagreinum, s.s. markaðsfræði, bókfærslu, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði eða fjármálum. Einnig getur hann bætt við sig almennum greinum, s.s. stærðfræði, tungumálum eða raungreinum.

**3 einingar að eigin vali, t.d.  STÆ 303, STÆ 313 eða STÆ 363