Nemendur í fjarnámi VÍ á haustönn 2010

Fjarnemendur á haustönn 2010

Fjöldi

Á haust önn 2010 eru 307 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands og er þetta fámennasta önn sem verið hefur síðan fjarnám við Verzlunarskóla Íslands hófst með núverandi sniði haustið 2005. Ástæðan er niðurskurður. Af þessum fjölda eru 50 (16,3%) nemendur grunnskóla og 63 (20,5%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans.

Kyn

Af 307 fjarnemendum eru konur 190 (61,9%) og karlar 117 (38,1%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 20,4 ár. Yngsti nemandinn er fæddur í október 1997 og varð hann því 13 ára á þessu ári. Það er piltur sem stundar fjarnám í ensku, auk þess sem hann er nemandi í grunnskóla. Auk hans eru tveir aðrir fjarnemendur fæddir árið 1997, annar þeirra er í dönsku og hinn í ensku. Þessir 3 grunnskólanemendur eiga það sameiginlegt að hafa búið áður í dönsku- eða enskumælandi landi. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1952, en það er karlmaður sem leggur stund á ensku. Hann stefnir á stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Á milli þessara nemenda er 45 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að um helmingur nemenda er fæddur á árunum 1990, 1991 og 1992:

  • Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1991 (76 nemendur, 24,8%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fjórða ári í framhaldsskóla.
  • Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1990 (38 nemendur, 12,4%), en það eru nemendur sem eru trúlega búnir að vera fjögur ár í framhaldsskóla.
  • Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1992 (36 nemendur, 11,7%) en að eru nemendur sem nú eru væntanlega á þriðja ári í framhaldsskóla.
  • Fjórði fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1995 (33 nemendur, 10,8%) en það það eru nemendur sem eru í 10.bekk grunnskóla.

Sjá nánar á þessari mynd:

Haust2010Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á haustönn 2010.

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, búa flestir fjarnemendur í 105, næst flestir í 112, þá 108, 600, 107, 300, 220, 101, 110, 270, 210, 201 og 103.

Um 70% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu frá 100-271, en um 30% nemenda annars staðar á landinu eða erlendis. Tæp 5% á Vesturlandi, tæp 3% á Vestfjörðum, tæp 9% á Norðurlandi, tæp 4% á Austfjörðum, rúm 8% á Suðurlandi og um 1% erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi tæplega 6 einingar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því rúmlega 20 ára kona sem býr í Hlíðunum og tekur hún 6 einingar í fjarnámi á haustönn 2010.