Fjarnemendur á sumarönn 2022

 Fjöldi

Á sumarönn 2022 eru 626 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands. Af þessum 626 fjarnemendum eru:

  • 4 (0,64%) nemendur grunnskóla.
  • 3 (0,50%) nemendur luku við 10. bekk í vor
  • 414 (66,1%) nemendur á framhaldsskóla aldri.
  • 205 (32,7%%) nemendur eru eldri.

Kyn

Af 626 fjarnemendum eru konur 356 (56,9%) og karlar 269 (43,0%) og einn einstaklingur (0,2%) er af ótilgreindu kyni í þjóðskrá.

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 19,9 ár.

Yngsti fjarnemandinn er fæddur árið 2009 og lauk hann væntanlega sjöunda bekk grunnskólans síðast liðið vor. Það er piltur sem stundar nám í þýsku og varð hann 13 ára á þessu ári.

Næst yngstu fjarnemendurnir eru fæddir 2007 og verða þeir 15 ára á þessu ári, þetta eru stúlka og tveir pilstar sem stunda nám í ensku og stærðfræði. Þessir nemendur eru luku væntanlega áttunda bekk grunnskólans síðast liðið vor.

Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1965, en það er kona sem leggur stund á spænsku.

Næst elsti fjarnemandinn er fæddur 1969 og er það karlmaður sem stundar nám í spænsku.

Á milli elsta og yngsta fjarnemandans er 43 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hlutar þeirra (414) eru fæddir á árunum 2003, 2004 og 2005, en þeir eru á hefðbundunum framhaldsskóla aldri (miðað við þriggja ára námsbrautir). Þrír árgangar eldri, nemendur fæddir á árunum 2000, 2001 og 2002 eru tæplega fimmtungur fjarnemenda (109) en þeir gætu verið á síðustu önnum í sínum framhaldsskólum eða að þeir hafi lokið stúdentsprófum en eru að bæta við sig áföngum vegna fyrirhugaðs háskólanáms. Þessir 6 árgangar eru tæplega 85% af heildarfjölda fjarnemenda.

  • Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2004 og luku þeir væntanlega öðru ári í framhaldsskóla s.l. vor, 166 eða 26,5%.
  • Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2005 og luku þeir væntanlega fyrsta ári í framhaldsskóla s.l. vor, 142 eða 22,7%.
  • Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2003 og eru þeir væntanlega búnir með þrjú ár í framhaldsskóla, 106 eða 16,9%.
  • Fjórði, fimmti og sjötti fjölmennustu árgangarnir eru nemendur sem eru fæddir 2000, 2001 og 2002 og hafa þeir væntanlega alir lokið stúdentsprófum sínum, 109 eða 17,4%.,

Sjá nánar á þessari mynd:

S22Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á sumarönn 2022.

Búseta

Ef lögheimili fjarnemenda eru skoðuð, þá búa flestir fjarnemendur í póstnúmeri 210, næst flestir í 200 og síðan í 112, 220, 270, 101 og 600.

Tæplega 80% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu frá 100-271, en rúmlega 20% nemenda annars staðar á landinu eða erlendis. Tæplega 3% á Vesturlandi, tæplega 1% á Vestfjörðum, um 10% á Norðurlandi, tæplega 2% á Austfjörðum, um 4% á Suðurlandi og um 2% erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi 8,9 nýjar framhaldsskólaeiningar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því tæpega 20 ára kona sem býr í Kópavogi og tekur hún tvo áfanga í fjarnámi á önninni.