Nemendur í fjarnámi VÍ á sumarönn 2007

Nemendur í fjarnámi VÍ á sumarönn 2007

Fjöldi

Á sumarönn 2007 eru 659 nemendur skráðir í fjarnám hjá Verzlunarskóla Íslands, þar af eru 128 (19,4%) í dagskóla Verzlunarskólans.

Kyn

Af 659 nemendum fjarnámsins eru 227 karlar (34,4%) og 432 konur (65,6%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 22 ár. Yngsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1993, það er drengur sem stundar nám í vélritun og verður hann 14 ára í ágúst. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, kona sem stundar nám í tölvunotkun. Á milli þessara nemenda er 48 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að fjölmennasti árgangurinn í fjarnáminu er fæddur 1988 (125 nemendur), en það eru nemendur sem væntanlega hafa lokið þremur árúm í framhaldsskóla.

Næst fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1989 (111 nemendur) en það eru nemendur sem lokið hafa tveimur árum í framhaldsskóla og þriðjið fjölmennasti árgangurinn hefur lokið einu ári í framhaldsskóla (106 nemendur fæddir 1990). Á sumarönn eru mjög fáir nemendur á grunnskólaaldri, eða aðeins 21 nemandi) Sjá þessa mynd:

Sumar07

Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á sumarönn 2007

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, þá býr um 39% okkar nemenda í póstnúmerum á bilinu frá 100-190 og um 28% í póstnúmerum 200-270. Um 67% nemenda okkar búa því á Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum. Afgangurinn býr annars staðar á landinu, 6% á Vesturlandi, 3% á Vestfjörðum, 14% á Norðurlandi, 2% á Austfjörðum, 6% á Suðurlandi, restin býr svo erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi 4,8 einingar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því 22 ára gömul kona sem býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tekur hún tvo þriggja eininga áfanga.