Fjarnemendur VÍ á sumarönn 2008

Fjarnemendur á sumarönn 2008.

Fjöldi

Á sumarönn 2008 eru 714 nemendur skráðir í fjarnám hjá Verzlunarskóla Íslands og hafa þeir aldrei verið fleiri að sumri til. Þar af eru 110 (15,4%) í dagskóla Verzlunarskólans, hinir 604 (84,6%) koma annars staðar frá.

Kyn

Af 714 nemendum sumarannar eru konur 445 (62,3%) og karlar 269 (37,7%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 21,8 ár. Yngsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1996, það er piltur sem stundar nám í ensku og varð hann 11 ára í september 2007. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1943 og leggur hann stund á spænsku. Á milli þessara nemenda er 53 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að fjölmennasti árgangurinn í fjarnáminu er fæddur 1989 (160 nemandi), en það eru nemendur sem lokið hafa þriðja ári í framhaldsskóla. Næst fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1990 (116 nemendur), síðan kemur árgangur 1991 (97 nemandi) og fjórði fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1988 (88 nemendur). Sjá þessa mynd:

S08Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á sumarönn 2008

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, þá býr um 60% fjarnemenda í póstnúmerum á bilinu frá 100-270. Um 40% nemenda býr annars staðar á landinu eða erlendis: 6% á Vesturlandi, 2% á Vestfjörðum, 18% á Norðurlandi, 4% á Austfjörðum, 9% á Suðurlandi. Rúmlega 1% nemenda býr erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi tæpar 6 einingar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því 22 ára gömul kona sem býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tekur hún tvo þriggja eininga áfanga.