Þórhallur Vigfússon

Fyrsti nemandinn sem útskrifast með verslunarpróf í fjarnámi

Fyrsti nemandinn sem tók verslunarpróf í fjarnámi

Föstudaginn 23. febrúar var Þórhallur Vigfússon útskrifaður með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands.  Þetta er óhefðbundinn tími til slíkrar útskriftar hér í skólanum, enda var hér nemandi á ferð sem lauk öllum prófum með fjarnámi. 

Thorhallur





Á myndinni er Sölvi Sveinsson skólastjóri að afhenda Þórhalli Vigfússyni prófskírteinið.

Þetta er í fyrsta sinn sem fjarnemandi er útskrifaður með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands.  Þórhallur hóf nám hér haustið 2005 og lauk tilskildum áföngum til verslunarprófs í desember 2006.   

Þórhallur sagði að það þyrfti að skipuleggja tíma sinn vel til að stunda fjarnám með fullri vinnu.  Fjölskyldan hefði öll verið í skóla á þessum tíma og það hefði haft hvetjandi áhrif á börnin hans, sem eru á grunnskólaaldri, að sjá báða foreldra sína við nám.