Fjarnemendur á vorönn 2016
Fjöldi
Á vorönn 2016 eru 567 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands. Af þessum 567 fjarnemendum eru:
- 62 (10,9%) nemendur grunnskóla
- 180 (31,8%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans
- 149 (26,3%) nemendur annarra framhaldsskóla
- 176 (31,0%) ekki skráðir í skóla.
Kyn
Af 567 fjarnemendum eru konur 291 (51,3%) og karlar 276 (48,7%).
Aldur
Meðalaldur fjarnemenda er 21,5 ár.
Yngsti fjarnemandinn er fæddur í júní 2003 og verður hann því 13ára á þessu ári, það er stúlka sem stundar nám í ensku. Næst yngsti fjarnemandinn er fæddur í janúar 2003 og er það stúlka sem stundar einnig nám í ensku.
Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, en það er kona sem leggur stund á þýsku. Næst elsti fjarnemandinn er kona sem er fædd 1946, en hún stundar einnig nám í þýsku.
Á milli elsta og yngsta fjarnemandans er 58 ára aldursmunur.
Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að rúmlega tveir þriðju hlutar nemenda eru fæddir á árunum 1995, 1996, 1997, 1998 og 1999 en það eru nemendur sem eru á hefðbundunum framhaldsskóla aldri og einn árgangur sem væntanlega er á sínu fimmta ári í framhaldsskóla:
- Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1996 (108 nemendur, 19,0%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fjórða ári í framhaldsskóla.
- Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1997 (95 nemendur, 16,8%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á þriðja ári í framahaldsskóla.
- Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1998 (77 nemendur, 13,6%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á öðru ári í framhaldsskóla.
- Fjórði fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1995 (50 nemendur, 8,8%), en það það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fimmta ári í framhaldsskóla.
- Fimmti fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 2000 (43 nemandi, 7,6%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega í tíunda bekk grunnskólans.
- Sjötti fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1999 (42 nemendur, 7,4%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Sjá nánar á þessari mynd:
Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á vorönn 2016.
Búseta
Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, búa flestir fjarnemendur í 112, næst flestir í 200 og síðan í 210, 105, 108, 221, 110, 270, 201, 600, 220 og 113.
Um 79% fjarnemenda búa í póstnúmerum á bilinu frá 100-276, en um 21% nemenda búa annars staðar á landinu eða erlendis. Rúm 4% á Vesturlandi, rúmt 1% á Vestfjörðum, rúm 7% á Norðurlandi, tæpt 1% á Austfjörðum, tæp 5% á Suðurlandi og um 2% erlendis.
Einingar
Að meðaltali tekur hver nemandi 5,1 einingu.
Samantekt
Meðalfjarnemandinn okkar er því tæplega 22ára kona sem býr í 112 Reykjavík og tekur hún tvo áfanga í fjarnámi á önninni.