Vorönn 2022

Fjöldi

Á vorönn 2022  eru 502 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands. Af þessum 502 fjarnemendum eru:

 • 120 (23,9%) nemendur 30 grunnskóla.
 • 121 (24,1%) nemandi í dagskóla Verzlunarskólans.
 • 130 (25,9%) nemendur 25 annarra framhaldsskóla.
 • 5 (1,0%) nemendur 3 háskóla.
 • 126 (25,1%) ekki skráðir í skóla.

Að auki eru 39 nemendur í fagnámi verslunar og þjónustu, þar af eru 3 líka í hefðbundnu fjarnámi.

Kyn

Af 502 fjarnemendum eru konur 285 (56,9%) og karlar 217 (43,1%). Kynjahlutföll í fagnáminu eru 21 kona (53,9%) og 18 karlar (46,1%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 20,2 ár, samsvarandi tala fyrir fagnemendur er 31,8 ár.

Yngsti fjarnemandinn er fæddur árið 2009 og því væntanlega núna í sjöunda bekk grunnskólans. Það er piltur sem stundar nám í þýsku og verður hann 13 ára á þessu ári.

Næst yngstu fjarnemendurnir eru fæddir 2008 og verða þeir 14 ára á þessu ári, þetta eru piltur og stúlka sem stunda nám í ensku. Þessir nemendur eru núna væntanlega í áttundabekk grunnskólans, 

Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, en það er kona sem leggur stund á ensku. 

Næst elstu fjarnemendurnir eru fæddir 1958 og eru það karlmaður sem stundar nám í ensku og kvenmaður sem stundar nám í frönsku.

Á milli elsta og yngsta fjarnemandans er 64 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að rúmlega 60% fjarnemenda eru fæddir á árunum 2000, 2001, 2002, 2003, 2004 og 2005, en það eru nemendur sem eru á hefðbundunum framhaldsskóla aldri (miðað við þriggja ára námsbrautir) og þrír árgangar sem eru eldri. Hluti þeirra síðst töldu hafa lokið stúdentsprófum en eru að bæta við sig áföngum vegna fyrirhugaðs háskólanáms. Fjórðungur fjarnemenda er enn í grunnskóla, í 7. - 10. bekk. 

 • Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2003 og væntanlega núna á þriðja ári í framhaldsskóla, 111 eða 22,2%.
 • Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2006 og núna í 10. bekk grunnskóla, 96 eða 19,2%.
 • Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2004 og væntanlega núna á 2. ári í framhaldsskóla, 67 eða 13,4%.
 • Fjórði fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2005 og væntanlega núna á 1. ári í framhaldsskóla, 48 eða 9,6%.
 • Fimmti fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2002 og annað hvort á fjórða ári í framhaldsskóla, eða hafa lokið stúdentsprófi, 36 eða 7,2%.
 • Sjötti fjölmennasti árgangurinn eru nemendur sem eru fæddir 2001 og hafa trúlega lokið stúdentsprófi, 32 eða 6,4%.
 • Sjöundi fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 2007 og eru þeir  í 9. bekk grunnskólans, 22 eða 4,4%.

Sjá nánar á þessari mynd:

V22

Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á vorönn 2022.

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, búa flestir fjarnemendur í 200, næst flestir í 203 og síðan í 220, 210, 221, 105 og 108.

Rúmlega 87% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu frá 100-271, en tæplega 13% nemenda annars staðar á landinu eða erlendis. Tæplega 2% á Vesturlandi, tæplega 1% á Vestfjörðum, um 5% á Norðurlandi, tæplega 1% á Austfjörðum, rúm 4% á Suðurlandi og um 1% erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi 8,41 nýjar framhaldsskólaeiningar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því rúmlega 20 ára kona sem býr í Kópavogi og tekur hún tvo áfanga í fjarnámi á önninni.