Nemendur í fjarnámi VÍ á vorönn 2008

Fjarnemendur á vorönn 2008

Fjöldi

Á vorönn 2008 eru 817 nemendur skráðir í fjarnám hjá Verzlunarskóla Íslands og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þar af eru 127 (15,7%) í dagskóla Verzlunarskólans, hinir 690 (84,3%) koma annars staðar frá. 77 (9,5%) eru nemendur grunnskóla.

Kyn

Af 811 nemendum fjarnámsins eru konur 502 (61,8%) og karlar 315 (38,2%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 24 ár. Yngsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1996, það er stúlka sem stundar nám í þýsku og varð hún 11 ára í desember 2007. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1930, herramaður sem hefur tekið spænsku á fyrri önnum, en er núna í frönsku. Á milli þessara nemenda er 66 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að fjölmennasti árgangurinn í fjarnáminu er fæddur 1988 (121 nemandi), en það eru nemendur á fjórða ári í framhaldsskóla. Næst fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1989 (95 nemendur), síðan kemur árgangur 1987 (81 nemandi) og fjórði fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1990 (75 nemendur). Fimmti fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1992 (59 nemendur), en það eru nemendur sem núna eru í 10. bekk grunnskóla. Sjá þessa mynd:     

Vor08xMyndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á vorönn 2008

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, þá býr um 70% fjarnemenda í póstnúmerum á bilinu frá 100-270. Fjórðungur fjarnemenda býr annars staðar á landinu: 7% á Vesturlandi, 2% á Vestfjörðum, 7% á Norðurlandi, 2% á Austfjörðum, 8% á Suðurlandi. Tæplega 5% nemenda býr erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi tæpar 6 einingar.

Samantekt
Meðalfjarnemandinn okkar er því 24 ára gömul kona sem býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu og tekur hún tvo þriggja eininga áfanga.

Skólaritarar

Að viðbættum þessum 811 nemendum sem eru í hefðbundnu fjarnámi við Verzlunarskóla Íslands, eru að auki 40 skólaritarar í blöndu af staðbundnu- og fjarnámi.