Nemendur í fjarnámi VÍ á vorönn 2010

Fjarnemendur á vorönn 2010

Fjöldi

Á vorönn 2010 eru 910 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla og er þetta fjölmennasta vorönnin til þessa.  Af þessum fjölda eru 74 (7,9%) nemendur grunnskóla og 138 (15.2%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans.

Kyn

Af 910 fjarnemendum eru konur 552 (60,7%) og karlar 358 (39,3%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 23,6 ár.  Yngsti nemandi fjarnámsins eru fæddur í september 1996, en það er piltur sem stundar nám í spænsku, hann verður 14 ára næsta haust og er núna í 8. bekk grunnskólans.  Auk hans leggja 6 aðrir nemendur í 8. bekk grunnskólans stund á fjarnám við Verzlunarskólann.  Elsti nemandi fjarnámsins er karlmaður fæddur 1930 en hann stundar nám í spænsku.  Á milli þessara herramanna er 66 ára aldursmunur.  Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð, kemur í ljós að:

  • Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1990 (163 nemendur), en það eru nemendur sem eru núna á fjórða ári í framhaldsskóla.  Þeir útskrifast væntanlega með stúdentspróf frá framhaldsskólum landsins í vor ef allt gengur að óskum.
  • Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1991 (140 nemendur), en það eru nemendur sem eru núna á þriðja ári í framhaldsskóla.
  • Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1989 (96 nemendur), en það eru nemendur sem eru á fimmta ári í framhaldsskóla.
  • Fjórði fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1992 (56 nemendur), en þeir eru á öðru ári í framhaldsskóla. 
  • Fimmti fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1988 (50 nemendur), en þeir eru á sjötta ári í framhaldsskóla.
  • Sjötti fjölmennasti árgangurinn eru svo nemendur fæddir 1994 (46 nemendur), en þeir eru í tíunda bekk grunnskóla. 

Sjá þessa mynd:

Vor2010xMyndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á vorönn 2010

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá búa flestir fjarnemendur í 112 Reykjavík, en síðan koma póstnúmerin:  220, 105, 200, 101, 600, 108, 300, 110, 270 og 103.

Um 69% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu 101-270.  Um 29% býr því annars staðar á landinu:  Rúm 6% á Vesturlandi, tæp 2% á Vestfjörðum, tæp 9% á Norðurlandi, tæp 3% á Austfjörðum og rúm 7% á Suðurlandi.  Tæplega 2% fjarnemenda skrá erlend póstnúmer.

Einingar

Að meðaltali tekur hver fjarnemandi rúmlega 6 einingar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því 23,6 ára gömul kona sem býr í Grafarvogi og tekur hún tvo þriggja eininga áfanga.