Nemendur í fjarnámi VÍ á vorönn 2012

Fjarnemendur á vorönn 2012

Fjöldi

Á vorönn 2012 eru 615 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands og er þetta fámennasta vorönnin frá upphafi. Af þessum 615 fjarnemendum eru:

  • 38 (6,2%) nemendur grunnskóla
  • 157 (25,5%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans
  • 206 (33,5%) nemendur annarra framhaldsskóla
  • 214 (34,8%) ekki skráðir í skóla.

Kyn

Af 615 fjarnemendum eru konur 380 (61,8%) og karlar 235 (38,2%).

Aldur

Meðalaldur fjarnemenda er 22,5 ár.

Yngsti fjarnemandinn er fæddur í desember 1998 og verður hann því 14 ára á þessu ári. Það er piltur sem stundar fjarnám í ensku 102 og er hann að flýta fyrir sér með framhaldsskólanámið. Auk hans eru þrír aðrir fjarnemendur fæddir árið 1998. Það eru þrír tveir piltar og ein stúlka of öll stunda þau nám í dönsku (103/203). Tvö þeirra hafa búið í Danmörku en það þriðja er að nýta grunnskólaárin sín betur og undirbúa sig fyrir framhaldsskólanám.

Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, en það er karlmaður sem leggur stund á heimspeki. Næst elsti fjarnemandinn er kona fædd 1946, en hún stundar nám í félagsfræði þróunarlanda.

Á milli elsta og yngsta fjarnemandans er 53 ára aldursmunur.

Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að um 44% nemenda er fæddur á árunum 1992, 1993, 1994 og 1995, en það eru nemendur sem eru á hefðbundnum framhaldsskólaaldri:

  • Fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1992 (104 nemendur, 16,9%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fjórða ári í framhaldsskóla.
  • Næst fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1993 (89 nemendur, 14,5%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á þriðja ári í framahaldsskóla.
  • Þriðji fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1994 (71 nemandi, 11,5%), en að eru nemendur sem nú eru væntanlega á öðru ári í framhaldsskóla.
  • Fjórði fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1991 (60 nemendur, 9,8%), en það það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fimmta ári í framhaldsskóla.
  • Fimmti fjölmennasti árgangurinn eru nemendur fæddir 1995 (48 nemendur, 7,8%), en það eru nemendur sem nú eru væntanlega á fyrsta árið í framhaldsskóla.

Sjá nánar á þessari mynd:

V12Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á vorönn 2012.

Búseta

Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, búa flestir fjarnemendur í 108, næst flestir í 200 og síðan í 112, 300, 105, 600, 210, 107, 220 og 101.

Um 65% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu frá 100-276, en um 35% nemenda annars staðar á landinu eða erlendis. Rúm 8% á Vesturlandi, tæp 3% á Vestfjörðum, rúm 11% á Norðurlandi, tæp 3% á Austfjörðum, rúm 5% á Suðurlandi og um 5% erlendis.

Einingar

Að meðaltali tekur hver nemandi 5,6 einingar.

Samantekt

Meðalfjarnemandinn okkar er því tæplega 23 ára kona sem býr í Austurbænum og tekur hún tvo áfanga á vorönn 2012.