Fjarnám Verzlunarskóla Íslands

Hægt er að taka verslunarpróf og stúdentspróf af öllum brautum Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi.  Sjá nánar um stúdentspróf og verslunarpróf.

Vorönn 2020

Skráning á vorönn 2020 hefst í hádeginu 7. janúar 2020 og stendur til miðnættis 20. janúar 2020. Frestur til að skrá sig hefur verið framlengdur til 28. janúar og þó sá dagur sé liðinn, þá erum við enn að skrá!  Smellið hér til að komast á skráningarsíðuna.

Kennsla hefst 28. janúar 2020en þann dag klukkan 14:00 fá nemendur send aðgangsorð að kennslukerfinu Moodle.

Hægt er að lesa um:

  • Áfanga í boði með því að smella hér,
  • Fyrirkomulag náms með því að smella hér,
  • Námsgjöld með því að smella hér.  Á vorönn 2020 greiða grunnskólanemendur aðeins innritunargjaldið og kostar því önnin fyrir þá 7200 kr. 

Sóttir þú um fjarnám og fékkstu ekki svar?  
Þá hefur skráning þín ekki farið í gegn, vinsamlegast skráðu þig aftur og passaðu að staðfesta skráninguna eftir að þú hefur sent hana inn.  Þú getur einnig haft samband við fjarnámsstjóra með því að senda póst á fjarnam@verslo.is til að skrá þig. 

Til umsækjenda sem eru 25 ára og eldri: 
Samkvæmt fjárlögum ársins 2016 er ekki gert ráð fyrir að ríkið borgi með nemendum sem eru 25 ára og eldri. Hins vegar er það vilji Verzlunarskólans að bjóða öllum aldurshópum upp á fjarnám eftir því sem hægt er, óháð aldri. Allir geta því sótt um fjarnám við skólann, en sá fyrirvari er að 25 ára og eldri verða teknir inn ef það er laust pláss.


Sumarönn 2019

Sumarönn 2019 er lokið, einkunnir hafa verið birtar í INNU. Allir sem eiga einkunnir vistaðar í INNU geta fengið aðgangsorð að kerfinu, sjá  https://inna.is/

Upplýsingar um fjarnemendur okkar á sumarönn 2019, sjá hér


Til að fá nánari upplýsingar um fjarnámið er bestað senda tölvupóst til fjarnámsstjóra á netfangið fjarnam@verslo.is.  Öllum bréfum er svaraðinnan sólarhrings.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofutíma, beint númer til fjarnámsstjóra er 5 900 635 .