Year: 2009

Klimaforandring i Norden

Fjórir nemendur úr Verzlunarskóla Íslands tóku þátt í seminari sem var haldið í Osló 6. -12. nóvember 2009. Nemendur voru valdir út frá kunnáttu þeirra í norrænum málum og voru það Baldur Jón Gústafsson, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Kolbeinn Elí Pétursson og Sæunn Rut Sævarsdóttir sem voru valin til þátttöku þetta árið, en Baldur, Jóhanna og… Read more »

Einkunnaafhending og upphaf vorannar.

  Einkunnir dagskólans verða afhentar föstudaginn 18. desember klukkan 11:45. Umsjónarkennarar afhenda nemendum einkunnir í heimastofum. Prófsýningin verður sama dag frá klukkan 12:45 til 14:15. Skólahald hefst aftur klukkan 10:00 mánudaginn 4. janúar með því að nemendur fara í sínar heimastofur þar sem umsjónarkennarar  afhenda stundaskrár. Nemendur í fjarnámi fá einkunnir sínar í pósti. Skráning í… Read more »

Gestir frá Eistlandi

  Evrópsk vika verður hjá 5.-B og hluta af 5.-A dagana 11.-18. september.  25 Eistar frá menntaskóla í Tallinn ásamt tveimur kennurum eru í heimsókn hjá þeim.  Þessi nemendaskipti byrjuðu síðastliðið vor þegar íslensku nemendurnir fóru til Tallinn ásamt tveimur kennurum og dvöldu þar í viku. Nú eru Eistarnir að endurgjalda heimsóknina og eru nemendur… Read more »

Brautskráning

  Þann 7. september síðastlinn voru tveir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Það voru þeir Ernir Skorri Pétursson og Daníel Þór Irvine. Þeir luku báðir námi í fjarnámi nú í sumar. Verzlunarskólinn óskar þeim og aðstandendum þeirra til hamingju með áfangann. 

Kennarar og nemendur tefla

  Nokkrir nemendur komu að máli við skólastjóra og fóru þess á leit við hann að skólinn keypti taflborð fyrir nemendur eða aðstoðaði þá við slík kaup. Skólastjóri tók vel í það með því skilyrði að nemendur skoruðu á kennara í einvígi.  Fór keppnin fram í hádeginu þann 9.9. og lauk með sigri nemenda.  Fóru… Read more »

Ritara og skrifstofustjóranám

Námið er í samvinnu Framvegis og Verzlunarskóla Íslands og er blanda af staðbundnu námi í Verzlunarskólanum og fjarnámi. Námið er einingabært (22 einingar) og dreifist á þrjár annir. Staðbundnar lotur eru 3x tveir virkir dagar á hverri önn og fjarnámið er stundað þess á milli. Sjá nánar hér .

Bókalistar

Bokalisti 3. bekkjar Bókalisti 4. bekkjar Bókalisti 5. bekkjar Bókalisti 6. bekkjar  

Skólasetning 19. ágúst 2009

  Verzlunarskóli Íslands verður settur miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega.   Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist.

Sumarlokun

Verzlunarskóli Íslands verður lokaður frá og með 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofa skólans verður opnuð miðvikudaginn 5. ágúst kl. 8:00.   Um 520 nemendur sóttu um skólavist þetta árið. 308 nemendur voru teknir inn og því þurfti að hafna rúmlega 200 umsóknum. Starfsfólk skólans þakkar fyrir þann áhuga sem nemendur sýndu skólanum og þykir miður að hafa þurft… Read more »

Opið hús 9. júní

Opið hús verður í Verzlunarskóla Íslands þriðjudaginn 9. júní kl. 15:00 – 18:00. Þar munu kennarar, nemendur, námsráðgjafar og annað starfsfólk skólans verða til viðtals ásamt yfirstjórn skólans og þar verður hægt að sækja um skólavist með rafrænum hætti, en allar umsóknir skal nú senda rafrænt. Hægt er að senda umsóknir til miðnættis fimmtudaginn 11…. Read more »