Month: september 2009

Gestir frá Eistlandi

  Evrópsk vika verður hjá 5.-B og hluta af 5.-A dagana 11.-18. september.  25 Eistar frá menntaskóla í Tallinn ásamt tveimur kennurum eru í heimsókn hjá þeim.  Þessi nemendaskipti byrjuðu síðastliðið vor þegar íslensku nemendurnir fóru til Tallinn ásamt tveimur kennurum og dvöldu þar í viku. Nú eru Eistarnir að endurgjalda heimsóknina og eru nemendur… Read more »

Brautskráning

  Þann 7. september síðastlinn voru tveir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Það voru þeir Ernir Skorri Pétursson og Daníel Þór Irvine. Þeir luku báðir námi í fjarnámi nú í sumar. Verzlunarskólinn óskar þeim og aðstandendum þeirra til hamingju með áfangann. 

Kennarar og nemendur tefla

  Nokkrir nemendur komu að máli við skólastjóra og fóru þess á leit við hann að skólinn keypti taflborð fyrir nemendur eða aðstoðaði þá við slík kaup. Skólastjóri tók vel í það með því skilyrði að nemendur skoruðu á kennara í einvígi.  Fór keppnin fram í hádeginu þann 9.9. og lauk með sigri nemenda.  Fóru… Read more »

Ritara og skrifstofustjóranám

Námið er í samvinnu Framvegis og Verzlunarskóla Íslands og er blanda af staðbundnu námi í Verzlunarskólanum og fjarnámi. Námið er einingabært (22 einingar) og dreifist á þrjár annir. Staðbundnar lotur eru 3x tveir virkir dagar á hverri önn og fjarnámið er stundað þess á milli. Sjá nánar hér .

Danskir verslunarskólanemendur í heimsókn

Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár tekur 31 nemandi í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir eru gestgjafar eins Dana í… Read more »