Month: desember 2009

Klimaforandring i Norden

Fjórir nemendur úr Verzlunarskóla Íslands tóku þátt í seminari sem var haldið í Osló 6. -12. nóvember 2009. Nemendur voru valdir út frá kunnáttu þeirra í norrænum málum og voru það Baldur Jón Gústafsson, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Kolbeinn Elí Pétursson og Sæunn Rut Sævarsdóttir sem voru valin til þátttöku þetta árið, en Baldur, Jóhanna og… Read more »

Einkunnaafhending og upphaf vorannar.

  Einkunnir dagskólans verða afhentar föstudaginn 18. desember klukkan 11:45. Umsjónarkennarar afhenda nemendum einkunnir í heimastofum. Prófsýningin verður sama dag frá klukkan 12:45 til 14:15. Skólahald hefst aftur klukkan 10:00 mánudaginn 4. janúar með því að nemendur fara í sínar heimastofur þar sem umsjónarkennarar  afhenda stundaskrár. Nemendur í fjarnámi fá einkunnir sínar í pósti. Skráning í… Read more »

Hlynur Þór Sigurðsson

  Hlynur Þór Sigurðsson, nemandi í 5-X, verður jarðsunginn í dag.  Hlynur Þór var einstaklega ljúfur og góður drengur. Hann stundaði nám sitt af mikilli kostgæfni og var öðrum nemendum góð fyrirmynd í framkomu, námsárangri og vináttu. Það hefur komið berlega í ljós undanfarna daga hve hlýlega allir, sem þekktu hann, hugsa til hans.  Það… Read more »

Próf föstudaginn 4.desember

Vegna jarðarfarar Hlyns Þórs Sigurðssonar föstudaginn 4.desember, hefst seinna prófið kl.10:40 í stað 11:00.

Haustannarpróf

Mánudaginn 30.nóvember hefjast haustannarpróf í Verzlunarskóla Íslands. Hægt er að nálgast próftöflu dagskólans og fjarnámsins  á slánni hér að ofan.  Nemendum er bent á að skoða vel klukkan hvað prófin hefjast því það getur verið breytilegt eftir dögum. Einnig geta stofutöflur breyst. Nemendur eru minntir á ábyrgð sína gagnvart því að mæta á réttum tíma… Read more »