Year: 2010

Vorönn 2010

  Skólahald er óðum að færast í eðlilegt horf að loknu jólaleyfi hér innan húss og engar breytingar verða á starfsemi skólans á þessari önn. Vorönnin er alltaf nokkuð frábrugðin haustönninni að því leyti að þá nær félagslíf nemenda hápunkti sínum með Nemendamótinu og útgáfu Verzlunarskólablaðsins. Þetta eru því annasamir tímar hjá mörgum nemendum og… Read more »

Fjarnámið

Skráningu er nú að ljúka í fjarnám Verzlunarskólans. Fjölbreytt úrval áfanga er í boði og er fjarnámið tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu fjarnámsins og þar er einnig hægt að skrá sig í áfanga.  Kennsla í fjarnámi hefst 26. janúar 2010

Endurtektarpróf

Hér má sjá próftöflu endurtektarprófanna.

Afgreiðslutími bókasafnsins í vorprófum 2010.

  Frá 25. apríl til og með 14. maí verður bókasafnið opið sem hér segir: 24. apríl (laugardagur): 13-17 25. apríl (sunnudagur): 10-16 26. apríl – 29. apríl (mánudagur – fimmtudagur): 8-22 30. apríl (föstudagur): 8-19 1. maí (laugardagur): 10-19 2. maí (sunnudagur): 10-22 3. maí – 6. maí (mánudagur- fimmtudagur): 8-22 7. maí (föstudagur):… Read more »

Afhending einkunna og brautskráning

  Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 22. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 12:45 og lýkur um klukkan 15:00. Að athöfn lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.   Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 19. maí klukkan… Read more »

Brautskráning verslunarprófsnema

  Í dag brautskráði Verzlunarskóli Íslands 287 verslunarprófsnema frá skólanum að loknu 105. starfsári.  10  nemendur voru með 1. ágætis einkunn og hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi 2010 hlaut Bjarni Óskarsson 4-E með einkunnina 9,6 og semidúx var Kristófer Þór Magnússon 4-V. með einkunnina 9,2.    Áður fyrr þótti verslunarprófskírteini aðalsmerki vel menntaðs verslunarmanns og gerði… Read more »

Próftafla

Endanleg próftafla er nú komin. Hana má nálgast hér.

Leikrit Listafélagsins

  Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp leiksýningu í hátíðarsal skólans ár hvert. Leikstjóri sýningarinnar er Orri Huginn Ágústsson Að þessu sinni er sett á svið verkið Blúndur og Blásýra eftir Joseph Kesselring sem er spennufarsi sem gerist á heimili systranna Abbý og Mörtu Brewster. Mortimer frændi þeirra trúlofast prestsdótturinni Elínu Harper og er hinn lukkulegasti þar til hann… Read more »

Evrópumeistarar í hópfimleikum

  Verzlunarskóli Íslands óskar Evrópumeisturum Gerplu í  hópfimleikum hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð um nýliðna helgi.  Í hópi sigurvegaranna eru alls 10 nemendur frá skólanum, 5 í yngra liðinu sem lenti í 3. sæti og 5 í eldra liðinu sem varð Evrópumeistari.   Fimleikar Verslóstúlkur: Yngra liðið sem lenti í… Read more »

Danskir verslunarskólanemendur í heimsókn

  Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár taka 33 nemendur í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir eru gestgjafar eins Dana… Read more »