Year: 2010

Ferð 5-A til Brussel.

  Mánudaginn 27.september mun 5-A fara til Brussel ásamt 2 kennurum. Þau munu dvelja þar í 5 daga og heimsækja ýmsar stofnanir. Farið verður í heimsókn til Evrópuráðsins, í Evrópuþingið og á skrifstofu stækkunarnefndarinnar. Einnig verður EFTA sótt heim og Þróunarsjóður EFTA sem og skrifstofur NATO.  Íslenska sendiráðið mun einnig taka á móti nemendunum og… Read more »

Gestir frá Spáni

  Síðastliðið vor fóru 26 nemendur í spænsku í Verzlunarskólanum ásamt tveimur kennurum í nemendaheimsókn til Madridar á Spáni.  Heimsóknin var liður í alþjóðlegu verkefni í Etwinning ; How’s life over there?/ Y tú ¿Cómo vives?  Markmið verkefnisins er að rannsaka lifnaðarhætti ungra Spánverja og Íslendinga í dag og til að komast að því hvað… Read more »

Útskrift

  Föstudaginn 3. september 2010 voru 6 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau Guðrún Sif Hilmarsdóttir, Gunnar Páll Halldórsson, Hanna María Marteinsdóttir, Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir, Tanja Ýr Theodórsdóttir og Þorvarður Örn Einarsson. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

Nýnemaferð

  Föstudaginn 3. september munu eldri nemendur skólans bjóða nýnema velkomna í skólann með sínum hætti.  Eins og undanfarin tvö ár verður farið í sólarhringsferð sem skemmtinefnd Nemendafélagsins skipuleggur og stýrir, undir handleiðslu starfsfólks.  Nemendur verða sóttir í heimastofur sínar klukkan 11:20 og leiddir niður á marmara og síðan ekið sem leið liggur til Stokkseyrar. … Read more »

Sumarlokun

Verzlunarskólanum verður lokað frá 23. júní til 4. ágúst vegna sumarleyfa. Þeim sem þurfa að koma upplýsingum til skólans er bent á netfangið verslo@verslo.is og fjarnam@verslo.is ef erindið tengist fjarnámi skólans.

Námsbókasjóður

Hjónin og Verzlingarnir Benta og Valgarð Briem hafa haft veg og vanda að stofnun Námsbókasjóðs og er tilgangur hans að styrkja nemendur skólans sem lítið fé hafa milli handanna til námsbókakaupa. Tilefnið er að þann 16. júní verða 65 ár frá því Verzlunarskólinn útskrifaði stúdenta í fyrsta sinn og var Valgarð Briem í hópi þeirra… Read more »

Brautskráning stúdenta

  Verzlunarskóla Íslands var slitið í 105. sinn laugardaginn 22. maí og var það fjölmennasta brautskráning í sögu skólans. Alls brautskráðust 297 nýstúdentar og þar af 15 úr fjarnámi skólans. Í útskriftarhópnum voru 169 stúlkur og 128 piltar. Dúx skólans var Erna Björg Sverrisdóttir með aðaleinkunnina 9,6. Næstir voru fjórir nemendur með aðaleinkunnina 9,2 en… Read more »

Innritun 2010 – 2011

Nemendur sem sækja um skólavist á 1. ári eiga að gera það rafrænt í gegnum upplýsingakerfi framhaldsskólanna á Menntagatt.is. Nemendur sem koma erlendis frá, eða af einhverjum öðrum ástæðum hafa ekki lokið grunnskóla á Íslandi, þurfa að hafa samband við skólann (yfirkennara eða áfangastjóra). Nemendur sem sækja um skólavist á 2., 3. eða 4. ári… Read more »

Sjúkrapróf

  Niðurröðun í stofur í sjúkraprófunum má sjá hér.

Einkunnaafhending og prófsýning

  Einkunnir verða afhentar föstudaginn 17.desember klukkan 11:45 í heimastofum. Prófsýning verður sama dag milli kl. 12:10 og 13:45.