Month: febrúar 2011

Ræðukeppni ESU – Verzló og MH sigra

  Laugardaginn 20. febrúar kepptu Halldór Atlason (3T), María Gyða Pétursdóttir (4R) og Sigríður María Egilsdóttir (4F) á ræðukeppni ESU (English Speaking Union of Iceland, http://www.esu.org/branches/branch.asp?b=668) í Háskólanum í Reykjavík; enda voru þau fremst meðal jafningja í undankeppninni á forvarnardaginn. Í HR kepptu sextán framhaldsskólanemar úr fimm framhaldsskólum um þann heiður að fá að fara… Read more »

Fjarnám á vorönn 2011

Fjöldi Á vorönn 2011 eru 683 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands og er þetta fámennasta vorönn sem verið hefur síðan fjarnám við Verzlunarskóla Íslands hófst með núverandi sniði haustið 2005. Ástæðan er niðurskurður. Af þessum 683 fjarnemendum eru: 42 (6,2%) nemendur grunnskóla 159 (23,3%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans 213 (31,2%) nemendur annarra framhaldsskóla… Read more »

Stoðtímar í stærðfræði

  Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu.  Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og verða kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir verða í stofu 306 á… Read more »

Nemendamótið

  Senn líður að því að 79. Nemendamót Verzlunarskólans verði haldið hátíðlegt. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands stendur ár hvert fyrir uppsetningu á söngleik í tengslum við árshátíð nemenda.  Að þessu sinni er það söngleikurinn Draumurinn sem frumsýndur verður í Loftkastalanum þann 2. febrúar. Söngleikurinn er eftir Orra Hugin Ágústsson og er hann byggður á verki William… Read more »

Gleði- og fræðsludagur

  Gleði- og fræðsludagur Verzlunarskóla Íslands, verður haldinn í tengslum við Nemendamót skólans, þann 2. febrúar. Hefðbundin kennsla verður í fyrstu tveimur tímunum, en eftir það verða fyrirlestrar frá klukkan 10:00 – 14:00.  Hver nemandi sækir þrjá dagskrárliði og víst er að fjölbreytnin er mikil.  Sem dæmi má nefna fyrirlestra um hamingjuna, um geðveiki, um… Read more »