Month: maí 2011

Sjúkrapróf

Sjúkrapróf í 4., 5. og 6. bekk fara fram miðvikudaginn 11. maí klukkan 11:00. Sjúkrapróf í 3. bekk verða þann 13.maí kl. 8:15. Sjúkrapróf fjarnáms verða föstudaginn 13. maí klukkan 14:00.  

Einkunnaafhending og prófsýning

  Einkunnir í 3. og 5. bekk verða afhentar miðvikudaginn 18. maí klukkan 12:00 í heimastofum. Afhending verslunarprófsskírteina fer fram í Bláa Sal miðvikudaginn 18. maí kl. 10:00. Prófsýning verður sama dag fyrir alla bekki milli kl.12:20 og 13:40. 6. bekk verður slitið laugardaginn 21.maí í Háskólabíói og hefst athöfnin kl. 11:45.

Brautskráning stúdenta

Verzlunarskóla Íslands var slitið í 106. sinn laugardaginn 21.maí. Í ár voru brautskráðir 287 nemendur með stúdentspróf og samanstóð hópurinn af 162 stúlkum og 125 piltum. 281 nemandi kom úr dagskóla og 6 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kemur af náttúrufræðibraut, eða 116 nemendur, 107 af viðskiptabraut, 45 af félagsfræðabraut og 19 af málabraut. Dúx skólans… Read more »

Fyrir þá sem ætla í skiptinám eftir 1. námsár

  Á næsta skólaári verða þær breytingar gerðar á uppbyggingu námsáfanga að einkungis verða kenndir þriggja eininga áfangar á fyrsta námsári. Þessar breytingar munu ekki hafa nein áhrif á þá nemendur sem nú eru í 3. bekk, aðra en þá sem fara utan í skiptinám. Þessi breyting mun hafa það í för með sér að… Read more »

Brautskráning verslunarprófsnema 18.05.2011

Í gær miðvikudaginn 18. maí var 251 verslunarprófsnemi brautskráður frá Verzlunarskóla Íslands að loknu 106. starfsári. Námsframboð skólans hefur breyst mikið og tíðarandi einnig. Fyrir um 60 árum var skipulagt nám í skólanum í hagnýtum skrifstofustörfum. Við skipulag námsins var reynt að miða námsefnið við þau störf sem nemendur kæmu til með að stunda í… Read more »