Month: nóvember 2011

Opnunartími bókasafnsins í prófum

Frá 28. nóv. til og með 13. des. verður Bókasafn VÍ opið sem hér segir: mánud. til fimmtud. 8:05-22:00 föstudaga: 8:05-19:00 laugardaga: 10:00-19:00 sunnudaga: 10:00-22:00.

Sigurvegarar Boxins heimsóttu skólastjóra

Við greindum frá því um daginn að þau Hildur Kristín (6X), Halldór Snær (6Y), Kristján Ingi (5X), Bjarni Örn (5X) og Kári Tristan (6Y) hafi sigrað Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, með glæsibrag nú á dögunum. Þetta er virkilega góður árangur hjá krökkunum, en fjölmagir taka þátt í keppninni ár hvert. Hægt er að nálgast heimasíðu kepninnar… Read more »

Nemendur Verzló Norðurlandameistarar

Laugardaginn 12. nóvember síðastliðinn unnu Gerplustúlkur Norðurlandatitilinn í hópfimleikum, en keppnin fór fram í Noregi. Fjórar af liðsmönnum Gerplu koma úr Verzlunarskólanum, þær Sigrún Dís (6-T), Glódís (5-R), Eva Dröfn (6-B) og Fríða Rún (6-U) og vilijum við óska þeim innilega til hamingu með árangurinn.  Gerpla varð einnig Evrópumeistari í fyrra mynd: mbl.is

Nordplús – norræn nemendaráðstefna

  Vikuna 5. – 11. nóvember tóku 4 nemendur Verzlunarskóla  Íslands ásamt kennara þátt í árlegri norrænni nemendaráðstefnu átta verslunarskóla frá öllum Norðurlöndunum sem haldin var í Kaupmannahöfn að þessu sinni. Er þetta í 16. sinn sem skólinn tekur þátt í þessu samstarfi.   Þema ráðstefnunnar var frumkvöðlastarf og átti hver skóli að kynna það frumkvöðlastarf sem… Read more »

Próftöflur komnar á netið

Próftöflur fyrir bæði dagskóla og fjarnám eru komnar á netið. Töfluna fyrir dagskólann má nálgast hér (pdf skjal) en fjarnámstaflan er hér.

Nemendur gera það gott

Um nýliðna helgi fór fram framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, BOXIÐ. Keppnin felst í þrautabraut með sex stöðvum og fara liðin, sem hvert er skipað fimm einstaklingum, á milli brauta og leysa ólíkar þrautir á hverjum stað. Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. 14 framhaldsskólar víðsvegar af landinu sendu… Read more »

Drepið á dyr

Á föstudaginn síðastliðinn frumsýndi Listafélag NFVÍ leikritið Drepið á dyr. Leikritið hefur hlotið góðar viðtökur hjá þeim sem það hafa séð og því er ekki úr vegi að mæla með því. Næstu sýningar  á leikritinu eru eins og hér segir: 9. nóv – Miðvikudagur 10. nóv – Fimmtudagur 16. nóv – Miðvikudagur Hægt er að… Read more »

Ræðukeppni ESU – námskeið fyrir nemendur og kennara

Í dag, 4. nóvember, stendur ESU (English Speaking Union) á Íslandi fyrir námskeiði í ræðumennsku sem upphitun fyrir ræðukeppni vorsins. Námskeiðið fer fram hér í Versló. Leiðbeinandi er Annette Taylor sem kemur hingað á vegum félagsins. Annette hefur áralanga reynslu af svona þjálfun. Fyrir hádegi þjálfar hún hóp nemenda úr framhaldsskólum, m.a. úr Versló, og eftir… Read more »