Month: desember 2011

Rafmagnslaust 3. janúar

3. janúar kl. 10:00 verður rafmagn tekið af skólahúsnæðinu vegna vinnu við jarðstreng. Reikna má með að rafmagsleysið vari allan daginn. Á meðan liggur allt tölvukerfi skólans niðri, þar með talið tölvupóstur, intranet og fjarnámsvefur.

Skólabyrjun á vorönn 2012

Skólinn verðu lokaður yfir hátíðarnar en hefst að nýju miðvikudaginn 4. janúar klukkan 10:00. Nemendur fara þá í sínar heimastofur. Bóksalan verður opinn milli 10:30 – 14:00 þennan eina dag.   Endurtektarpróf verða í vikunni 9. – 13. janúar. Nánari upplýsingar síðar.

Skólabyrjun á vorönn 2011

Skólinn verðu lokaður yfir hátíðarnar en hefst að nýju mánudaginn 4. janúar klukkan 10:00. Nemendur fara þá í sínar heimastofur. Bóksalan verður opinn milli 10:30 – 14:00 þennan eina dag.   Endurtektarpróf verða í vikunni 9. – 13. janúar. Nánari upplýsingar síðar.

VÍ sigurvegari landskeppni eTwinning

Á dögunum fékk spænskudeild Verzlunarskóla Íslands verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir verkefni starfrækt skólaárið 2010-2011, en eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamfélag í Evrópu. Þetta er glæsilegur árangur því 11 skólar tóku þátt í keppninni og alls voru 15 verkefni send inn. Verzló var að lokum annar tveggja skóla sem stóð uppi sem sigurvegari með verkefnið  How´s life over there? Y… Read more »

Afhending einkunna og prófsýning

Afhending einkunna fer fram Þriðjudaginn 20. desember klukkan 11:45 í heimastofum. Á sama tíma verða einkunnir aðgengilegar í upplýsingakerfinu.   Prófsýningin verður sama dag frá klukkan 12:15 til 13:30.